-
2. Mósebók 36:8–13Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
8 Allir handverksmennirnir+ gerðu nú tjaldbúðina+ úr tíu tjalddúkum úr fínu tvinnuðu líni, bláu garni, purpuralitri ull og skarlatsrauðu garni. Hann* gerði þá með útsaumuðum kerúbamyndum.+ 9 Hver tjalddúkur var 28 álnir* á lengd og 4 álnir á breidd. Allir tjalddúkarnir voru jafn stórir. 10 Hann festi saman fimm tjalddúka í eina einingu og hina fimm tjalddúkana sömuleiðis. 11 Síðan gerði hann lykkjur úr bláu garni á jaðri annarrar einingarinnar og eins á jaðri hinnar einingarinnar þar sem átti að tengja þær saman. 12 Hann gerði 50 lykkjur á jaðri annarrar einingarinnar og 50 lykkjur á jaðri hinnar svo að lykkjurnar stóðust á þar sem átti að tengja þær saman. 13 Að lokum gerði hann 50 gullkróka og tengdi tjalddúkana saman með þeim þannig að tjaldbúðin varð ein samfelld heild.
-