Dómarabókin
6 Ísraelsmenn gerðu aftur það sem var illt í augum Jehóva+ svo að Jehóva gaf þá í hendur Midíaníta í sjö ár.+ 2 Midían drottnaði yfir Ísrael.+ Vegna Midíaníta gerðu Ísraelsmenn sér felustaði* í fjöllunum, í hellum og á óaðgengilegum stöðum.+ 3 Í hvert sinn sem Ísraelsmenn höfðu sáð komu Midíanítar, Amalekítar+ og austanmenn+ og réðust á þá. 4 Þeir settu upp herbúðir sínar á landi þeirra og eyðilögðu uppskeruna alla leið til Gasa. Þeir skildu ekkert matarkyns eftir handa Ísraelsmönnum né heldur sauði, naut eða asna.+ 5 Þeir komu eins margir og engisprettur+ með búfé sitt og tjöld. Þeir og úlfaldar þeirra voru óteljandi+ og þeir brutust inn í landið til að eyða það. 6 Midíanítar rændu Ísraelsmenn öllu sem þeir áttu og Ísraelsmenn hrópuðu til Jehóva á hjálp.+
7 Þegar Ísraelsmenn hrópuðu til Jehóva á hjálp vegna Midíaníta+ 8 sendi Jehóva spámann til þeirra sem sagði: „Jehóva Guð Ísraels segir: ‚Ég leiddi ykkur út úr Egyptalandi, út úr þrælahúsinu.+ 9 Ég bjargaði ykkur úr höndum Egypta og allra sem kúguðu ykkur og ég hrakti þá burt undan ykkur og gaf ykkur land þeirra.+ 10 Ég sagði við ykkur: „Ég er Jehóva Guð ykkar.+ Þið megið ekki óttast guði Amoríta sem bjuggu í landinu á undan ykkur.“+ En þið hlýdduð mér ekki.‘“+
11 Síðar kom engill Jehóva+ og settist undir stóra tréð í Ofra sem Jóas Abíesríti+ átti. Gídeon+ sonur hans var að þreskja hveiti í vínpressunni til að fela það fyrir Midíanítum. 12 Engill Jehóva birtist honum og sagði: „Jehóva er með þér,+ þú mikli hermaður.“ 13 Þá sagði Gídeon: „Afsakaðu, herra minn, en af hverju hefur allt þetta komið yfir okkur+ ef Jehóva er með okkur? Hvað er orðið um öll stórvirki Jehóva sem feður okkar töluðu um+ þegar þeir sögðu frá hvernig hann leiddi okkur út úr Egyptalandi?+ Nú hefur Jehóva yfirgefið okkur+ og gefið okkur Midían á vald.“ 14 Jehóva sneri sér að honum og sagði: „Beittu þeim styrk sem þú býrð yfir og þú munt frelsa Ísrael undan valdi Midíans.+ Er það ekki ég sem sendi þig?“ 15 Gídeon svaraði: „Afsakaðu mig, Jehóva. Hvernig get ég frelsað Ísrael? Ætt mín er ómerkilegasta ættin í Manasse og ég er lítilmótlegastur í fjölskyldu föður míns.“ 16 En Jehóva sagði við hann: „Ég verð með þér.+ Þess vegna muntu sigra Midíaníta alla sem einn.“
17 Gídeon svaraði: „Ef þú hefur velþóknun á mér gefðu mér þá tákn um að það sért þú sem talar við mig. 18 Ég bið þig að fara ekki héðan fyrr en ég kem aftur með gjöf og set hana fram fyrir þig.“+ „Ég bíð þangað til þú kemur aftur,“ sagði hann. 19 Gídeon fór þá, eldaði kiðling og bakaði ósýrt brauð úr efu* af mjöli.+ Hann setti kjötið í körfu og soðið í pott. Síðan fór hann með það út til hans og bar það fram undir stóra trénu.
20 Engill hins sanna Guðs sagði nú við hann: „Taktu kjötið og ósýrða brauðið, leggðu það á klettinn þarna og helltu soðinu yfir.“ Og hann gerði það. 21 Engill Jehóva rétti þá út stafinn sem hann var með í hendinni og snerti kjötið og ósýrða brauðið með stafsendanum. Þá blossaði eldur upp úr klettinum og gleypti kjötið og ósýrða brauðið.+ Síðan hvarf engill Jehóva sjónum hans. 22 Nú skildi Gídeon að þetta hafði verið engill+ Jehóva og hann hrópaði upp yfir sig:
„Ó, nei, alvaldur Drottinn Jehóva, ég hef séð engil Jehóva augliti til auglitis!“+ 23 En Jehóva sagði við hann: „Friður sé með þér. Vertu óhræddur,+ þú deyrð ekki.“ 24 Gídeon reisti Jehóva altari þar og það er kallað Jehóva Salóm*+ enn þann dag í dag. Það stendur enn í Ofra, borg Abíesríta.
25 Þessa sömu nótt sagði Jehóva við hann: „Taktu ungnaut föður þíns, það* sem er sjö vetra, brjóttu niður Baalsaltari föður þíns og höggðu niður helgistólpann* sem stendur hjá því.+ 26 Reistu Jehóva Guði þínum altari úr hlöðnum steini uppi á þessari hæð. Taktu síðan ungnautið* og færðu það að brennifórn á viðnum úr helgistólpanum* sem þú hjóst niður.“ 27 Gídeon tók þá með sér tíu af þjónum sínum og gerði eins og Jehóva sagði honum. En hann óttaðist fjölskyldu föður síns og borgarmenn og þorði ekki að gera það að degi til heldur gerði það að næturlagi.
28 Þegar borgarmenn fóru á fætur snemma morguninn eftir sáu þeir að altari Baals hafði verið brotið niður, helgistólpinn* við hliðina á því höggvinn niður og ungnautinu* fórnað á nýreistu altarinu. 29 Þeir sögðu hver við annan: „Hver gerði þetta?“ Þeir könnuðu málið og sögðu svo: „Gídeon Jóasson gerði þetta.“ 30 Borgarmenn sögðu þá við Jóas: „Komdu út með son þinn. Hann skal deyja því að hann hefur brotið niður altari Baals og höggvið niður helgistólpann* sem stóð hjá því.“ 31 En Jóas+ sagði við þá sem stóðu í kringum hann: „Þurfið þið að verja Baal? Þurfið þið að bjarga honum? Allir sem verja hann skulu teknir af lífi á þessum morgni.+ Ef hann er guð hlýtur hann að geta varið sig sjálfur+ fyrir þeim sem braut niður altari hans.“ 32 Þann dag gaf hann Gídeon nafnið Jerúbbaal* og sagði: „Látið Baal verja sig því að einhver hefur brotið niður altari hans.“
33 Allir Midíanítar,+ Amalekítar+ og austanmenn tóku höndum saman,+ fóru yfir ána og settu upp herbúðir sínar í Jesreeldal.* 34 Þá kom andi Jehóva yfir Gídeon+ og hann blés í hornið+ og Abíesrítar+ fylktu sér að baki honum. 35 Hann sendi sendiboða út um allt svæði Manasse og menn þaðan fylktu sér líka að baki honum. Hann sendi einnig út sendiboða um svæði Assers, Sebúlons og Naftalí og menn þaðan komu til hans.
36 Þá sagði Gídeon við hinn sanna Guð: „Ef þú ætlar að frelsa Ísrael fyrir mitt tilstilli eins og þú hefur lofað+ 37 gefðu mér þá tákn. Ég legg ullarreyfi á þreskivöllinn. Ef dögg verður á reyfinu en jörðin kringum það er þurr veit ég að þú ætlar að frelsa Ísrael fyrir mitt tilstilli eins og þú hefur lofað.“ 38 Og þannig fór. Þegar hann fór á fætur snemma morguninn eftir og vatt reyfið kom svo mikið vatn úr því að það fyllti stóra skál. 39 En Gídeon sagði við hinn sanna Guð: „Reiðstu mér ekki. Mig langar til að biðja um eitt í viðbót. Viltu leyfa mér að gera eina tilraun enn með reyfið? Láttu reyfið vera þurrt en dögg vera á jörðinni allt í kring.“ 40 Og Guð lét þetta gerast um nóttina. Reyfið eitt var þurrt en dögg var á jörðinni allt í kring.