-
Jehóva úthellir reiði sinni yfir þjóðirnarSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
16, 17. Hvað verður um Edóm og hversu lengi varir það?
16 Spádómur Jesaja boðar að villidýr komi í stað mannfólksins í Edóm en það er merki þess að landið leggist í eyði: „Það skal liggja í eyði frá einni kynslóð til annarrar, enginn maður skal þar um fara að eilífu. Pelíkanar og stjörnuhegrar skulu fá það til eignar, náttuglur og hrafnar búa þar. Hann mun draga yfir það mælivað auðnarinnar og mælilóð aleyðingarinnar. Tignarmenn landsins kveðja þar eigi til konungskosningar, og allir höfðingjarnir verða að engu. Í höllunum munu þyrnar upp vaxa og klungrar og þistlar í víggirtum borgunum. Það mun verða sjakalabæli og strútsfuglagerði. Urðarkettir og sjakalar skulu koma þar saman og skógartröll mæla sér þar mót. Næturgrýlan ein skal hvílast þar og finna sér þar hæli. Stökkormurinn skal búa sér þar hreiður og klekja þar út.“ — Jesaja 34:10b-15.a
17 Já, Edóm verður óbyggð auðn, heimkynni villidýra, fugla og snáka. Það skal liggja í eyði „að eilífu“ eins og 10. versið segir og aldrei endurbyggt. — Óbadía 18.
-
-
Jehóva úthellir reiði sinni yfir þjóðirnarSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
a Spádómurinn var búinn að rætast á dögum Malakís. (Malakí 1:3) Hann greinir frá því að Edómítar hafi vonast til að byggja land sitt að nýju en vilji Jehóva var á aðra lund og síðar settist önnur þjóð, Nabatear, að í landinu. — Malakí 1:4.
-