-
2. Mósebók 27:1–8Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
27 Þú skalt gera altari úr akasíuviði.+ Það á að vera fimm álnir* á lengd og fimm álnir á breidd. Altarið á að vera ferningslaga og þrjár álnir á hæð.+ 2 Gerðu horn+ sem standa upp af fjórum hornum altarisins og eru hluti af því. Leggðu altarið kopar.+ 3 Gerðu fötur til að fjarlægja öskuna,* ásamt skóflum, skálum, göfflum og eldpönnum. Öll áhöld altarisins eiga að vera úr kopar.+ 4 Gerðu grind úr kopar fyrir altarið. Hún á að vera eins og net, og festu fjóra koparhringi við fjögur horn netsins. 5 Láttu netið sitja fyrir neðan brún altarisins og ná niður í mitt altarið. 6 Gerðu stangir úr akasíuviði fyrir altarið og leggðu þær kopar. 7 Stöngunum er rennt í hringina þannig að þær séu báðum megin á altarinu þegar það er borið.+ 8 Altarið á að vera eins og kassi úr borðum, holt að innan. Láttu gera það alveg eins og þér hefur verið sýnt á þessu fjalli.+
-
-
2. Mósebók 40:10Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
10 Þú skalt smyrja brennifórnaraltarið ásamt öllum áhöldum þess og helga það þannig að það verði háheilagt.+
-