25 „Segðu Aroni og sonum hans: ‚Þetta eru lögin um syndafórnina:+ Það á að slátra syndafórninni+ frammi fyrir Jehóva á sama stað og brennifórninni er slátrað. Hún er háheilög. 26 Presturinn sem færir syndafórnina á að borða hana.+ Hennar skal neytt á heilögum stað, í forgarði samfundatjaldsins.+
14 Þið skuluð einnig borða bringuna úr veififórninni og lærið úr hinni heilögu fórn+ á hreinum stað, bæði þú og synir þínir og dætur,+ því að þetta er sá hluti af samneytisfórnum Ísraelsmanna sem þér og sonum þínum hefur verið gefinn.
8 Jehóva hélt áfram og sagði við Aron: „Ég fel þér umsjón með framlögunum sem mér eru færð.+ Ég hef gefið þér og sonum þínum hluta af öllum heilögum gjöfum Ísraelsmanna. Það er varanlegt ákvæði.+