-
5. Mósebók 2:30–35Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
30 En Síhon, konungur í Hesbon, meinaði okkur að fara gegnum landið því að Jehóva Guð ykkar leyfði honum að verða þrjóskur+ og herða hjarta sitt til að geta gefið hann í ykkar hendur eins og nú er orðið.+
31 Síðan sagði Jehóva við mig: ‚Ég hef þegar hafist handa við að gefa Síhon og land hans í ykkar hendur. Leggið nú undir ykkur land hans.‘+ 32 Þegar Síhon kom á móti okkur með öllu herliði sínu til að berjast við okkur við Jahas+ 33 gaf Jehóva Guð hann okkur á vald og við sigruðum hann, syni hans og allt herlið hans. 34 Við tókum allar borgir hans og eyddum þeim og útrýmdum* körlum, konum og börnum. Við létum engan komast undan.+ 35 Það eina sem við tókum handa okkur var búféð og herfangið úr borgunum sem við höfðum unnið.
-
-
Dómarabókin 11:19, 20Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
19 Eftir það sendi Ísrael menn til Síhons Amorítakonungs, sem ríkti í Hesbon, og lét segja honum: „Viltu leyfa okkur að fara um land þitt svo að við komumst á leiðarenda.“+ 20 En Síhon treysti ekki Ísraelsmönnum og leyfði þeim ekki að fara um landsvæði sitt heldur safnaði saman öllum mönnum sínum, setti upp herbúðir í Jahas og réðst gegn Ísrael.+
-