-
2. Kroníkubók 6:32, 33Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
32 Og þegar útlendingur sem er ekki af þjóð þinni, Ísrael, kemur frá fjarlægu landi vegna þíns mikla nafns,*+ máttugrar handar og útrétts arms, þegar hann kemur, snýr sér í átt að þessu húsi og biður,+ 33 leggðu þá við hlustir á himnum þar sem þú býrð og gerðu allt sem útlendingurinn biður þig um. Þá munu allar þjóðir jarðar þekkja nafn þitt+ og óttast þig eins og þjóð þín, Ísrael. Þær munu þá vita að þetta hús sem ég hef byggt er kennt við nafn þitt.
-
-
Jesaja 56:6, 7Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
6 Útlendingana sem koma til Jehóva til að þjóna honum,
þá sem elska nafn Jehóva+
og eru þjónar hans,
alla sem halda hvíldardaginn og vanhelga hann ekki
og halda sig fast við sáttmála minn,
7 leiði ég líka til míns heilaga fjalls+
og læt þá gleðjast í bænahúsi mínu.
Ég tek við brennifórnum þeirra og sláturfórnum á altari mínu
því að hús mitt verður kallað bænahús fyrir allar þjóðir.“+
-