-
2. Kroníkubók 10:1–4Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
10 Rehabeam fór til Síkem+ því að allur Ísrael var kominn þangað til að gera hann að konungi.+ 2 Jeróbóam+ Nebatsson frétti það. (Hann bjó enn í Egyptalandi eftir að hafa flúið þangað undan Salómon konungi.)+ Jeróbóam sneri þá aftur frá Egyptalandi. 3 Nú var sent eftir Jeróbóam og hann og allur Ísrael kom til Rehabeams og sagði: 4 „Faðir þinn lagði á okkur þungt ok.+ En ef þú léttir erfiðisvinnuna og hið þunga ok sem faðir þinn lagði á okkur munum við þjóna þér.“
-