-
5. Mósebók 28:15Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
15 En ef þú hlustar ekki á Jehóva Guð þinn og gætir þess ekki að halda öll boðorð hans og ákvæði sem ég flyt þér í dag munu allar þessar bölvanir ná til þín og koma yfir þig:+
-
-
5. Mósebók 28:23Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
23 Himinninn yfir höfði þér verður eins og kopar og jörðin undir þér eins og járn.+
-
-
Jeremía 14:22Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
22 Geta nokkur af hinum einskis nýtu skurðgoðum þjóðanna gefið regn
eða getur himinninn sent regnskúrir af sjálfsdáðum?
Ert þú ekki sá eini sem getur það, Jehóva Guð okkar?+
Við setjum von okkar á þig
því að þú einn hefur gert þetta allt.
-
-
Lúkas 4:25Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
25 Ég segi ykkur satt að margar ekkjur voru í Ísrael á dögum Elía þegar himinninn var lokaður í þrjú ár og sex mánuði og mikil hungursneyð varð í öllu landinu.+
-
-
Jakobsbréfið 5:17Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
17 Elía var maður eins og við, en þegar hann bað þess í einlægni að ekki skyldi rigna þá rigndi ekki í landinu í þrjú ár og sex mánuði.+
-