-
2. Konungabók 17:3–6Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
3 Salmaneser Assýríukonungur fór í herferð gegn honum+ og Hósea varð þjónn hans og greiddi honum skatt.+ 4 En Assýríukonungur komst að því að Hósea tók þátt í samsæri gegn honum. Hósea hafði sent menn til Só Egyptalandskonungs+ og ekki staðið skil á árlega skattinum til Assýríukonungs. Assýríukonungur lét því handsama hann og varpa honum í fangelsi.
5 Assýríukonungur fór um allt landið, kom til Samaríu og sat um hana í þrjú ár. 6 Á níunda stjórnarári* Hósea vann Assýríukonungur Samaríu.+ Hann flutti Ísraelsmenn í útlegð+ til Assýríu og lét þá setjast að í Hala og í Habor við Gósanfljót+ og í borgum Meda.+
-