-
Jesaja 39:1, 2Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
39 Um þetta leyti sendi Meródak Baladan Baladansson, konungur í Babýlon, bréf og gjöf til Hiskía+ því að hann hafði frétt að hann hefði verið veikur og að honum væri batnað.+ 2 Hiskía tók fagnandi á móti sendiboðunum og sýndi þeim fjárhirslu sína+ – silfrið, gullið, balsamolíuna og aðrar dýrindisolíur, allt vopnabúr sitt og allt sem var í fjárhirslunum. Það var ekkert í höll Hiskía eða nokkurs staðar í ríki hans sem hann sýndi þeim ekki.
-