-
2. Konungabók 12:4, 5Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
4 Jóas sagði við prestana: „Takið alla peningana sem eru færðir að helgigjöf+ í húsi Jehóva: það sem hverjum og einum er skylt að greiða,+ peningana frá þeim sem hafa unnið heit og peningana sem hver og einn gefur til húss Jehóva af fúsum og frjálsum vilja.+ 5 Prestarnir skulu sjálfir taka við peningunum frá þeim sem gefa þá* og nota þá til viðgerða á húsinu hvar sem skemmdir* finnast.“+
-
-
2. Kroníkubók 29:3Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
3 Í fyrsta mánuði fyrsta stjórnarárs síns opnaði hann dyrnar að húsi Jehóva og gerði við þær.+
-
-
2. Kroníkubók 34:9, 10Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
9 Þeir komu til Hilkía æðstaprests og afhentu honum peningana sem fólk hafði komið með í hús Guðs, en Levítarnir sem voru dyraverðir höfðu safnað peningunum saman frá Manasse, Efraím og öllum öðrum Ísraelsmönnum+ og einnig Júda, Benjamín og íbúum Jerúsalem. 10 Síðan afhentu þeir féð þeim sem höfðu umsjón með vinnunni í húsi Jehóva og verkamennirnir notuðu það til að lagfæra og gera við hús Jehóva.
-