-
5. Mósebók 6:10–12Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
10 Jehóva Guð þinn leiðir þig nú inn í landið sem hann sór forfeðrum þínum, Abraham, Ísak og Jakobi, að gefa þér+ – land með stórum og fögrum borgum sem þú reistir ekki,+ 11 húsum fullum af alls kyns góðum hlutum sem þú vannst ekki fyrir, vatnsþróm sem þú hjóst ekki í klöpp og víngörðum og ólívutrjám sem þú gróðursettir ekki. Þegar þú hefur fengið þetta og borðað þig saddan+ 12 skaltu gæta þess að gleyma ekki Jehóva+ sem leiddi þig út úr Egyptalandi, út úr þrælahúsinu.
-
-
Jobsbók 31:24Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
24 Hef ég sett traust mitt á gull
eða sagt við skíragullið: ‚Þú ert trygging mín‘?+
-
-
Jobsbók 31:28Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
28 Það hefði verið brot sem dómurum bar að refsa fyrir
því að þá hefði ég afneitað hinum sanna Guði í hæðum.
-