4 Höfðingjarnir sögðu við konung: „Láttu taka þennan mann af lífi.+ Hann dregur úr baráttuhug* hermannanna sem eftir eru í borginni og alls fólksins með því að tala á þessa leið. Þessi maður vill ekki að fólkið búi við frið heldur hörmungar.“
6 Þá tóku þeir Jeremía og hentu honum í gryfju* Malkía konungssonar í Varðgarðinum.+ Þeir létu Jeremía síga niður í reipum. Í gryfjunni var ekkert vatn, bara leðja, og Jeremía sökk ofan í leðjuna.