-
Jeremía 36:22–24Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
22 Konungur sat í vetrarhúsinu. Þetta var í níunda mánuðinum* og eldur logaði í eldstæðinu fyrir framan hann. 23 Þegar Jahúdí hafði lesið þrjá eða fjóra dálka skar konungurinn þá af með hnífi ritarans og fleygði þeim í eldinn sem logaði í eldstæðinu. Þetta gerði hann þar til öll bókrollan var komin í eldinn. 24 Hvorki konungur né nokkur af þjónum hans sem heyrðu öll þessi orð urðu hræddir og þeir rifu ekki föt sín.
-