-
2. Kroníkubók 36:20, 21Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
20 Hann flutti alla sem sluppu undan sverðinu í útlegð til Babýlonar+ og þeir urðu þjónar hans+ og sona hans þar til Persaríki náði yfirráðum.+ 21 Þannig rættist orð Jehóva sem Jeremía flutti.+ Landið hvíldist allan þann tíma sem það lá í eyði, þar til 70 ár voru liðin+ og það hafði fengið hvíldarár sín bætt upp.+
-
-
Esrabók 1:1–3Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
1 Á fyrsta stjórnarári Kýrusar+ Persakonungs blés Jehóva honum í brjóst að gefa út yfirlýsingu í öllu ríki sínu. Jehóva gerði þetta til að orð sitt sem Jeremía hafði flutt+ myndi rætast. Yfirlýsingin, sem var einnig skrifleg,+ hljóðaði á þessa leið:
2 „Svo segir Kýrus Persakonungur: ‚Jehóva Guð himnanna hefur gefið mér öll ríki jarðar+ og hann hefur falið mér að reisa sér hús í Jerúsalem+ í Júda. 3 Hverjir á meðal ykkar tilheyra þjóð hans? Guð ykkar sé með ykkur. Þið skuluð fara upp til Jerúsalem í Júda og endurreisa hús Jehóva Guðs Ísraels. Hann er hinn sanni Guð sem átti sér hús í Jerúsalem.*
-