-
Lúkas 12:22–28Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
22 Síðan sagði hann við lærisveina sína: „Þess vegna segi ég ykkur: Hættið að hafa áhyggjur af því hvað þið eigið að borða til að viðhalda lífi ykkar eða hverju þið eigið að klæðast.+ 23 Lífið er meira virði en maturinn og líkaminn meira virði en fötin. 24 Hugsið til hrafnanna: Þeir sá hvorki né uppskera og hafa hvorki forðabúr né hlöður en Guð fóðrar þá samt.+ Eruð þið ekki miklu meira virði en fuglar?+ 25 Hvert ykkar getur með áhyggjum lengt ævi sína um alin?* 26 Fyrst þið getið ekki gert slíkt smáræði, hvers vegna ættuð þið þá að hafa áhyggjur af öllu hinu?+ 27 Hugsið til þess hvernig liljurnar vaxa. Þær vinna hvorki né spinna en ég segi ykkur að jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki eins fallega klæddur og ein þeirra.+ 28 Fyrst Guð prýðir þannig gróðurinn á vellinum sem stendur í dag og er kastað í ofn á morgun hlýtur hann miklu frekar að klæða ykkur, þið trúlitlu.
-