-
Markús 1:29–34Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
29 Þeir yfirgáfu nú samkunduhúsið og héldu heim til Símonar og Andrésar ásamt Jakobi og Jóhannesi.+ 30 Tengdamóðir Símonar+ lá veik með hita og þeir sögðu Jesú strax frá því. 31 Hann fór til hennar, tók í hönd hennar og reisti hana á fætur. Hitinn hvarf og hún fór að matbúa handa þeim.
32 Þegar komið var kvöld og sólin sest kom fólk til hans með alla sem voru veikir og andsetnir.+ 33 Allir borgarbúar voru samankomnir við dyrnar. 34 Hann læknaði marga sem þjáðust af ýmsum sjúkdómum+ og rak út marga illa anda en hann leyfði illu öndunum ekki að tala því að þeir vissu að hann var Kristur.*
-
-
Lúkas 4:38–41Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
38 Jesús yfirgaf nú samkunduhúsið og fór heim til Símonar. Tengdamóðir Símonar var með háan hita og þeir báðu hann að hjálpa henni.+ 39 Hann beygði sig yfir hana, skipaði hitanum að hverfa frá henni og hitinn hvarf. Hún fór samstundis á fætur og matbjó handa þeim.
40 En um sólsetur komu allir sem voru með sjúklinga á sínum vegum og færðu þá Jesú. Þeir voru haldnir ýmsum sjúkdómum en hann lagði hendur yfir hvern og einn þeirra og læknaði þá.+ 41 Einnig fóru illir andar úr mörgum og æptu: „Þú ert sonur Guðs.“+ En hann ávítaði þá og bannaði þeim að tala+ því að þeir vissu að hann var Kristur.+
-