-
Markús 7:25–30Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
25 Kona nokkur, sem átti litla dóttur haldna óhreinum anda, frétti strax af honum og kom og féll til fóta honum.+ 26 Konan var frá* Sýrlensku-Fönikíu, grísk að ætterni, og hún þrábað hann að reka illa andann úr dóttur sinni. 27 En hann sagði við hana: „Fyrst eiga börnin að borða nægju sína því að það er ekki rétt að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hvolpana.“+ 28 Hún svaraði honum: „Það er satt, herra, en hvolparnir undir borðinu éta samt brauðmolana sem börnin missa.“ 29 Þá sagði hann við hana: „Fyrst þú sagðir þetta skaltu fara heim, illi andinn er farinn úr dóttur þinni.“+ 30 Hún fór þá heim og fann barnið liggjandi á rúminu en illi andinn var farinn.+
-