-
Markús 10:17–22Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
17 Hann hélt nú leiðar sinnar og kom þá maður hlaupandi, féll á kné frammi fyrir honum og spurði: „Góði kennari, hvað þarf ég að gera til að hljóta eilíft líf?“+ 18 Jesús svaraði: „Hvers vegna kallarðu mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn.+ 19 Þú þekkir boðorðin: ‚Þú skalt ekki myrða,+ þú skalt ekki fremja hjúskaparbrot,+ þú skalt ekki stela,+ þú skalt ekki bera ljúgvitni,+ þú skalt ekki pretta,+ sýndu föður þínum og móður virðingu.‘“+ 20 Þá sagði maðurinn: „Kennari, ég hef haldið allt þetta frá unga aldri.“ 21 Jesús horfði á hann með ástúð og sagði: „Þú þarft að gera eitt í viðbót: Farðu og seldu eigur þínar og gefðu fátækum og þá áttu fjársjóð á himni. Komdu síðan og fylgdu mér.“+ 22 En hann varð dapur við þetta svar og fór hryggur burt því að hann átti miklar eignir.+
-
-
Lúkas 18:18–23Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
18 Einn af leiðtogum fólksins spurði hann nú: „Góði kennari, hvað þarf ég að gera til að hljóta eilíft líf?“+ 19 Jesús svaraði: „Hvers vegna kallarðu mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn.+ 20 Þú þekkir boðorðin: ‚Þú skalt ekki fremja hjúskaparbrot,+ þú skalt ekki myrða,+ þú skalt ekki stela,+ þú skalt ekki bera ljúgvitni,+ sýndu föður þínum og móður virðingu.‘“+ 21 Maðurinn sagði þá: „Allt þetta hef ég haldið frá unga aldri.“ 22 Þegar Jesús heyrði þetta sagði hann: „Enn vantar eitt upp á hjá þér: Seldu allt sem þú átt og skiptu fénu milli fátækra og þá áttu fjársjóð á himnum. Komdu síðan og fylgdu mér.“+ 23 Hann varð sárhryggur þegar hann heyrði þetta því að hann var mjög ríkur.+
-