-
Matteus 17:1–8Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
17 Sex dögum síðar tók Jesús þá Pétur, Jakob og Jóhannes bróður hans með sér upp á hátt fjall þar sem þeir voru einir.+ 2 Þar ummyndaðist hann frammi fyrir þeim. Andlit hans geislaði sem sólin og föt hans urðu skínandi* eins og ljósið.+ 3 Skyndilega birtust Móse og Elía og töluðu við Jesú. 4 Pétur sagði þá við Jesú: „Drottinn, það er gott að vera hér. Ef þú vilt skal ég reisa hér þrjú tjöld, eitt handa þér, eitt handa Móse og eitt handa Elía.“ 5 Meðan hann var enn að tala huldi þá bjart ský og rödd heyrðist úr skýinu sem sagði: „Þetta er sonur minn sem ég elska og hef velþóknun á.+ Hlustið á hann.“+ 6 Lærisveinarnir urðu mjög hræddir þegar þeir heyrðu þetta og féllu á grúfu. 7 Jesús kom þá til þeirra, snerti þá og sagði: „Standið upp. Verið óhræddir.“ 8 Þeir litu upp en sáu nú engan nema Jesú einan.
-
-
Lúkas 9:28–36Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
28 Um átta dögum eftir að hann sagði þetta tók hann Pétur, Jóhannes og Jakob með sér og gekk á fjallið til að biðjast fyrir.+ 29 Meðan hann var á bæn breyttist yfirbragð andlits hans og fötin urðu skínandi hvít. 30 Skyndilega voru þar tveir menn á tali við hann. Það voru Móse og Elía. 31 Þeir birtust í dýrðarljóma og fóru að tala um væntanlega brottför hans sem átti að eiga sér stað í Jerúsalem.+ 32 Pétur og þeir sem voru með honum voru hálfsofandi en nú glaðvöknuðu þeir og sáu dýrð hans+ og mennina tvo sem stóðu hjá honum. 33 Þegar mennirnir voru að fara sagði Pétur við Jesú: „Kennari, það er gott að vera hér. Reisum þrjú tjöld, eitt handa þér, eitt handa Móse og eitt handa Elía.“ En hann gerði sér ekki grein fyrir hvað hann var að segja. 34 Meðan hann var enn að tala myndaðist ský sem huldi þá. Þegar skýið umlukti þá urðu þeir hræddir. 35 Þá heyrðist rödd+ úr skýinu sem sagði: „Þetta er sonur minn sem ég hef útvalið.+ Hlustið á hann.“+ 36 Þegar þeir heyrðu röddina sáu þeir að Jesús var einn. En þeir sögðu engum frá þessu heldur þögðu um tíma yfir því sem þeir höfðu séð.+
-