-
Matteus 13:18–23Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
18 Heyrið nú hvað dæmisagan um akuryrkjumanninn merkir:+ 19 Þegar einhver heyrir boðskapinn um ríkið en skilur hann ekki kemur hinn vondi+ og hrifsar frá honum það sem var sáð í hjarta hans. Þetta er sáðkornið sem var sáð meðfram veginum.+ 20 Það sem var sáð í grýtta jörð er sá sem heyrir orðið og tekur strax við því með fögnuði+ 21 en hefur enga rótfestu. Hann stendur um tíma en fellur um leið og erfiðleikar eða ofsóknir verða vegna orðsins. 22 Það sem var sáð meðal þyrna er sá sem heyrir orðið en áhyggjur daglegs lífs*+ og tál auðæfanna kæfir orðið svo að það ber ekki ávöxt.+ 23 Það sem var sáð í góða jörð er sá sem heyrir orðið, skilur það og ber ávöxt. Einn gefur af sér hundraðfalt, annar sextugfalt og annar þrítugfalt.“+
-
-
Markús 4:14–20Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
14 Akuryrkjumaðurinn sáir orðinu.+ 15 Sumir eru eins og sáðkornið sem féll meðfram veginum. Um leið og þeir heyra orðið kemur Satan+ og tekur burt orðið sem var sáð í þá.+ 16 Eins er með það sem var sáð í grýtta jörð. Það eru þeir sem taka við orðinu með fögnuði um leið og þeir heyra það+ 17 en orðið nær ekki rótfestu í þeim. Þeir standa um tíma en falla um leið og erfiðleikar eða ofsóknir verða vegna orðsins. 18 Og sumu er sáð meðal þyrna. Þetta eru þeir sem heyra orðið+ 19 en áhyggjur+ daglegs lífs,* tál auðæfanna+ og löngunin í allt mögulegt annað+ þrengir að þeim og kæfir orðið svo að það ber ekki ávöxt. 20 En það sem var sáð í góðan jarðveg eru þeir sem hlusta á orðið, taka við því og bera ávöxt – þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan.“+
-