-
Jóhannes 2:1–11Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
2 Tveim dögum síðar var haldin brúðkaupsveisla í Kana í Galíleu og móðir Jesú var þar. 2 Jesú og lærisveinum hans var einnig boðið til brúðkaupsveislunnar.
3 Þegar vínið var á þrotum sagði móðir Jesú við hann: „Þau eiga ekki meira vín.“ 4 En Jesús svaraði: „Hvað varðar okkur um það, kona?* Minn tími er enn ekki kominn.“ 5 Móðir hans sagði þá við þjónana: „Gerið það sem hann segir ykkur.“ 6 Þarna stóðu sex vatnsker úr steini eins og krafist var samkvæmt hreinsunarreglum Gyðinga+ og hvert þeirra tók tvo eða þrjá mæla.* 7 Jesús sagði við þá: „Fyllið kerin af vatni.“ Og þeir fylltu þau upp að börmum. 8 Síðan sagði hann: „Ausið nú svolitlu upp og farið með það til veislustjórans.“ Þeir gerðu það. 9 Veislustjórinn bragðaði á vatninu sem nú var orðið að víni en vissi ekki hvaðan það kom. (Þjónarnir sem jusu upp vatninu vissu það hins vegar.) Veislustjórinn kallaði á brúðgumann 10 og sagði: „Allir aðrir bera fram góða vínið fyrst og síðan hið lakara þegar fólk er orðið ölvað. Þú hefur geymt góða vínið þar til nú.“ 11 Þetta var fyrsta kraftaverk Jesú og hann gerði það í Kana í Galíleu. Það opinberaði dýrð hans+ og lærisveinar hans trúðu á hann.
-