-
Postulasagan 10:17–20Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
17 Pétur var enn að reyna að átta sig á hvað sýnin merkti þegar sendimenn Kornelíusar komu. Þeir höfðu spurt til vegar og stóðu nú við hliðið að húsi Símonar.+ 18 Þeir kölluðu og spurðu hvort Símon sem var kallaður Pétur væri gestkomandi þar. 19 Pétur var enn að velta sýninni fyrir sér þegar andinn+ sagði: „Þrír menn eru að spyrja eftir þér. 20 Drífðu þig niður og hikaðu ekki við að fara með þeim því að ég hef sent þá.“
-