Nehemíabók
1 Frásögn Nehemía*+ Hakalíasonar: Ég var staddur í virkisborginni* Súsa+ í kíslevmánuði* á 20. árinu. 2 Þá kom Hananí,+ einn bræðra minna, ásamt öðrum frá Júda. Ég spurði þá um Gyðingana sem höfðu snúið aftur úr útlegðinni+ og um ástandið í Jerúsalem. 3 Þeir svöruðu: „Þeir sem sneru aftur úr útlegðinni og búa í skattlandinu lifa við skelfilegar aðstæður og eru niðurlægðir.+ Múrar Jerúsalem eru í rústum+ og hliðin hafa verið brennd.“+
4 Um leið og ég heyrði þetta settist ég niður og grét. Ég syrgði dögum saman, fastaði+ og bað til Guðs himnanna. 5 Ég sagði: „Jehóva, Guð himnanna, þú mikli og mikilfenglegi Guð sem heldur sáttmálann og sýnir þeim tryggan kærleika sem elska þig og halda boðorð þín.+ 6 Leggðu við hlustir og hafðu augun opin. Hlustaðu á bæn mína, þjóns þíns, sem ég bið til þín í dag. Ég bið dag og nótt+ fyrir þjónum þínum, Ísraelsmönnum, og játa þær syndir sem þeir hafa drýgt gegn þér. Við höfum syndgað, bæði ég og ætt föður míns.+ 7 Við höfum komið illa fram við þig+ og ekki fylgt þeim boðorðum, ákvæðum og úrskurðum sem þú lagðir fyrir Móse þjón þinn.+
8 Ég bið þig, mundu eftir því sem þú sagðir við* Móse þjón þinn: ‚Ef þið reynist ótrúir tvístra ég ykkur meðal þjóðanna.+ 9 En ef þið snúið aftur til mín, haldið boðorð mín og hlýðið þeim mun ég safna ykkur aftur saman þó að þið hafið tvístrast allt til endimarka himinsins.+ Ég mun flytja ykkur til staðarins þar sem ég hef valið að láta nafn mitt búa.‘+ 10 Þeir eru þjónar þínir og fólk þitt sem þú leystir með miklum mætti þínum og máttugri hendi.+ 11 Jehóva, viltu heyra bæn þjóns þíns og bæn þjóna þinna sem hafa yndi af að sýna nafni þínu virðingu. Veittu þjóni þínum velgengni í dag og megi þessi maður* sýna mér meðaumkun.“+
Ég var drykkjarþjónn konungs á þeim tíma.+