Þriðja Mósebók
27 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 2 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Ef maður vinnur sérstakt heit+ um að færa Jehóva andvirði manneskju 3 skal andvirði karlmanns frá 20 til 60 ára vera 50 siklar* silfurs eftir stöðluðum sikli helgidómsins.* 4 En ef um konu er að ræða er andvirðið 30 siklar. 5 Ef um er að ræða dreng milli fimm ára og tvítugs er andvirðið 20 siklar en ef það er stúlka 10 siklar. 6 Ef um er að ræða dreng á aldrinum eins mánaðar til fimm ára er andvirðið fimm siklar silfurs en ef það er stúlka þrír siklar.
7 Ef manneskjan er 60 ára eða eldri er andvirði karlmanns 15 siklar og konu 10 siklar. 8 En ef sá sem gaf heitið hefur ekki efni á að greiða andvirðið+ á hann að koma með manneskjuna til prestsins til að láta meta hana. Presturinn á að ákveða andvirðið miðað við fjárráð þess sem gaf heitið.+
9 Ef heitið er skepnu sem má færa Jehóva að fórn verður það sem er gefið Jehóva heilagt. 10 Ekki má skipta á vænu dýri og rýru eða rýru dýri og vænu. En ef skipt er á dýrum verða bæði heilög, fyrra dýrið og það sem kom í staðinn. 11 Ef um er að ræða óhreint dýr+ sem ekki má færa Jehóva að fórn á maðurinn að leiða það fyrir prestinn. 12 Presturinn á að verðmeta dýrið eftir því hvort það er vænt eða rýrt. Verðmat prestsins skal standa. 13 En ef maðurinn vill kaupa dýrið aftur síðar á hann að greiða fimmtung ofan á andvirði þess.+
14 Ef maður helgar hús sitt og gefur Jehóva á presturinn að verðmeta það eftir því hvort það er gott eða lélegt. Verðið sem presturinn ákveður skal standa.+ 15 En ef sá sem helgar hús sitt vill kaupa það aftur á hann að greiða fimmtung ofan á andvirði þess og þá eignast hann það á ný.
16 Ef maður helgar Jehóva hluta af akri sem hann á skal verðmeta hann eftir því hve mikið korn þarf til að sá í hann: Kómer* af byggi samsvarar 50 siklum silfurs. 17 Ef hann helgar akurinn frá og með fagnaðarári+ skal matsverðið gilda. 18 Ef hann helgar akurinn eftir fagnaðarárið á presturinn að reikna út verðið eftir því hve mörg ár eru fram að næsta fagnaðarári og lækka verðið sem því nemur.+ 19 En ef sá sem helgaði akurinn vill einhvern tíma kaupa hann aftur á hann að greiða fimmtung ofan á andvirði hans og þá eignast hann akurinn á ný. 20 Ef hann kaupir ekki akurinn aftur og hann er seldur öðrum manni er ekki hægt að kaupa hann aftur. 21 Þegar akurinn er leystur á fagnaðarárinu er hann helgaður Jehóva eins og land sem er vígt honum. Hann verður eign prestanna.+
22 Ef maður helgar Jehóva akur sem hann hefur keypt og tilheyrir ekki erfðalandi hans+ 23 á presturinn að reikna út verðið eftir því hve langt er fram að fagnaðarári og hann skal greiða það sama dag.+ Það er helgað Jehóva. 24 Á fagnaðarárinu á akurinn að renna aftur til þess sem hann keypti hann af, þess sem á landið.+
25 Verðmat á alltaf að miðast við staðlaðan sikil helgidómsins. Einn sikill er 20 gerur.*
26 Enginn á þó að helga frumburði búfjár því að frumburðurinn tilheyrir Jehóva+ hvort eð er. Hvort sem það er frumburður nautgripa eða sauðfjár tilheyrir hann Jehóva.+ 27 Ef frumburðurinn er af óhreinu dýri og hann kaupir hann lausan eftir matsverði skal hann greiða fimmtung að auki.+ En ef hann er ekki keyptur aftur á að selja hann fyrir matsverðið.
28 En ekkert sem maður vígir Jehóva skilyrðislaust* af eigum sínum má selja eða kaupa til baka, hvorki mann né dýr né akur sem hann á. Allt sem er vígt Jehóva er honum háheilagt.+ 29 Ekki má heldur kaupa lausan nokkurn dauðadæmdan mann.*+ Hann skal tekinn af lífi.+
30 Öll tíund+ af landinu tilheyrir Jehóva, hvort heldur af uppskeru akursins eða ávexti trjánna. Hún er heilög og tilheyrir Jehóva. 31 Ef einhver vill kaupa til baka tíundina af einhverju á hann að bæta fimmta hluta hennar við hana. 32 Þú skalt gefa Guði tíunda hluta af nautgripum þínum, sauðfé og geitum. Tíunda hver skepna* sem gengur undir staf hirðisins skal vera heilög og tilheyra Jehóva. 33 Hann á ekki að skoða hvort skepnan sé væn eða rýr og ekki skipta á dýrum. En ef hann reynir að skipta á dýrum verða þau bæði heilög, fyrra dýrið og það sem kom í staðinn.+ Það má ekki kaupa þau til baka.‘“
34 Þetta eru boðorðin handa Ísraelsmönnum sem Jehóva gaf Móse á Sínaífjalli.+