Önnur Mósebók
30 Þú skalt gera altari til að brenna reykelsi á.+ Gerðu það úr akasíuviði.+ 2 Það á að vera ferningslaga, alin* á lengd, alin á breidd og tvær álnir á hæð. Hornin eiga að vera úr sama planka og altarið.+ 3 Leggðu það hreinu gulli: plötuna, allar hliðarnar og hornin, og gerðu gullkant* í kringum það. 4 Gerðu líka tvo gullhringi fyrir neðan kantinn* báðum megin. Þeir eiga að halda burðarstöngunum. 5 Gerðu stangirnar úr akasíuviði og leggðu þær gulli. 6 Settu altarið fyrir framan fortjaldið sem er við örk vitnisburðarins,+ fyrir framan lok hennar þar sem ég mun birtast þér.+
7 Aron+ á að brenna ilmreykelsi+ þar+ þannig að reykurinn stígi upp af altarinu á hverjum morgni á meðan hann sinnir lömpunum.+ 8 Hann á líka að brenna reykelsi þegar hann kveikir á lömpunum í ljósaskiptunum.* Þetta er regluleg reykelsisfórn frammi fyrir Jehóva um ókomnar kynslóðir. 9 Þið megið ekki fórna á því óleyfilegu reykelsi,+ ekki brennifórn né kornfórn og þið megið ekki hella drykkjarfórn á það. 10 Einu sinni á ári skal Aron bera nokkuð af blóði syndafórnarinnar á horn altarisins til að hreinsa það.+ Hann á að friðþægja+ fyrir altarið einu sinni á ári um ókomnar kynslóðir. Það er háheilagt í augum Jehóva.“
11 Síðan sagði Jehóva við Móse: 12 „Þegar þú tekur manntal meðal Ísraelsmanna+ á hver og einn að greiða Jehóva lausnargjald fyrir líf sitt til að engin plága komi yfir þá þegar þeir eru skrásettir. 13 Allir sem eru skráðir eiga að greiða hálfan sikil* eftir stöðluðum sikli helgidómsins.*+ Tuttugu gerur* jafngilda einum sikli. Framlagið til Jehóva á að vera hálfur sikill.+ 14 Allir sem eru skráðir og eru tvítugir og eldri eiga að gefa Jehóva þetta framlag.+ 15 Ríkur maður á ekki að gefa meira en hálfan sikil* og fátækur maður ekki minna í framlag til Jehóva til að friðþægja fyrir líf sitt. 16 Taktu við silfurpeningunum sem Ísraelsmenn greiða í lausnargjald og gefðu til þjónustunnar við samfundatjaldið. Féð á að minna Jehóva á að Ísraelsmenn hafi friðþægt fyrir líf sitt.“
17 Jehóva sagði einnig við Móse: 18 „Gerðu koparker til þvottar ásamt undirstöðugrind.+ Settu það síðan milli samfundatjaldsins og altarisins og fylltu það vatni.+ 19 Aron og synir hans skulu þvo sér þar um hendur og fætur.+ 20 Þegar þeir ganga inn í samfundatjaldið eða að altarinu til að þjóna og færa Jehóva eldfórn eiga þeir að þvo sér með vatni svo að þeir deyi ekki. 21 Þeir eiga að þvo sér um hendur og fætur svo að þeir deyi ekki. Það er varanlegt ákvæði fyrir þá, fyrir Aron og afkomendur hans, um ókomnar kynslóðir.“+
22 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 23 „Taktu ilmefni af bestu gerð: 500 einingar af storkinni myrru og helmingi minna, 250 einingar, af sætum kanil, 250 einingar af sætri kalmusrót 24 og 500 einingar af kassíu, mældar eftir stöðluðum sikli helgidómsins,*+ ásamt hín* af ólívuolíu. 25 Gerðu úr þessu heilaga smurningarolíu og blandaðu hana fagmannlega.*+ Þetta á að vera heilög smurningarolía.
26 Með henni skaltu smyrja samfundatjaldið+ og örk vitnisburðarins, 27 svo og borðið og öll áhöld þess, ljósastikuna og áhöld hennar, reykelsisaltarið, 28 brennifórnaraltarið ásamt öllum áhöldum þess og kerið ásamt undirstöðugrindinni. 29 Helgaðu þetta svo að það verði háheilagt.+ Allir sem snerta það verða að vera heilagir.+ 30 Smyrðu Aron+ og syni hans+ og helgaðu þá til að þjóna mér sem prestar.+
31 Talaðu til Ísraelsmanna og segðu: ‚Þetta á að vera mér heilög smurningarolía um ókomnar kynslóðir.+ 32 Það má ekki bera hana á nokkra aðra og ekki gera sams konar blöndu til nokkurra annarra nota. Hún er heilög og á að vera ykkur heilög áfram. 33 Ef einhver býr til sams konar smyrsl og ber þau á einhvern óviðkomandi* á að taka hann af lífi.‘“+
34 Jehóva sagði síðan við Móse: „Taktu af þessum ilmefnum:+ ilmkvoðu, reykelsisónyku, ilmandi galbankvoðu og hreint hvítt reykelsi, jafn mikið af hverju. 35 Gerðu reykelsi+ úr ilmefnunum og blandaðu þeim fagmannlega saman.* Blandan á að vera söltuð,+ hrein og heilög. 36 Steyttu hluta af henni í fínt duft og settu svolítið af því fyrir framan örk vitnisburðarins í samfundatjaldinu þar sem ég birtist þér. Reykelsið á að vera ykkur háheilagt. 37 Þið megið ekki gera reykelsi úr sams konar blöndu til eigin nota.+ Þið skuluð líta á það sem heilagt því að það er heilagt í augum Jehóva. 38 Sá sem gerir svona reykelsi til að njóta ilmsins af því skal tekinn af lífi.“