Þriðja Mósebók
5 Ef einhver heyrir að lýst er eftir vitnum*+ og hann hefur séð eitthvað eða heyrt en stígur ekki fram til að segja frá því skal hann svara til saka fyrir synd sína.
2 Snerti einhver eitthvað óhreint, hvort sem það er hræ af óhreinu villtu dýri, óhreinum fénaði eða óhreinu smádýri,*+ þá er hann óhreinn og sekur, jafnvel þó að hann átti sig ekki á því. 3 Og snerti einhver óafvitandi eitthvað óhreint sem maður verður óhreinn af+ og hann uppgötvar það verður hann sekur.
4 Eða sverji einhver í fljótfærni að gera eitthvað – hvort heldur gott eða illt, hvað svo sem það er – en gerir það í hugsunarleysi og áttar sig svo á fljótfærninni verður hann sekur.*+
5 Ef hann gerist sekur um eitthvað af þessu þarf hann að játa+ á hvaða hátt hann hefur syndgað. 6 Hann á einnig að færa Jehóva sektarfórn fyrir synd sína,+ kvendýr úr hjörðinni, annaðhvort gimbur eða kiðling, að syndafórn. Presturinn á síðan að friðþægja fyrir synd hans.
7 En ef hann hefur ekki efni á sauð eða geit skal hann færa Jehóva tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur+ að sektarfórn fyrir syndina, aðra í syndafórn og hina í brennifórn.+ 8 Hann á að færa prestinum þær og hann ber fram aðra þeirra í syndafórn. Hann á að klípa hálsinn sundur að framan án þess að slíta höfuðið af. 9 Hann á að sletta nokkru af blóði syndafórnarinnar á hlið altarisins en það sem eftir er af blóðinu á að drjúpa niður við altarið.+ Þetta er syndafórn. 10 Hina dúfuna á hann að fara með eins og venja er að fara með brennifórnir.+ Presturinn á að friðþægja fyrir hann vegna syndar hans og honum verður fyrirgefið.+
11 Ef hann hefur ekki efni á tveim turtildúfum eða tveim ungum dúfum á hann að færa tíunda hluta úr efu*+ af fínu mjöli að syndafórn fyrir syndina sem hann hefur drýgt. Hann á ekki að blanda það olíu eða leggja reykelsi ofan á það því að þetta er syndafórn. 12 Hann á að færa prestinum það og presturinn skal taka handfylli af því til tákns um alla fórnina* og láta það brenna á altarinu ofan á eldfórnum Jehóva. Þetta er syndafórn. 13 Presturinn á að friðþægja fyrir hann fyrir syndina sem hann hefur drýgt í einhverju áðurnefndra tilvika og honum verður fyrirgefið.+ Afganginn af fórninni fær presturinn+ eins og þegar um kornfórn er að ræða.‘“+
14 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 15 „Ef einhver reynist ótrúr með því að brjóta óviljandi lögin um það sem er Jehóva heilagt+ á hann að færa Jehóva gallalausan hrút úr hjörðinni að sektarfórn.+ Verðgildi hrútsins í silfursiklum* er ákveðið miðað við staðlaðan sikil helgidómsins.*+ 16 Hann á að bæta fyrir syndina sem hann hefur drýgt gegn helgidóminum og bæta við fimmtungi af verðgildi hrútsins.+ Hann á að afhenda það prestinum svo að presturinn geti friðþægt+ fyrir hann með sektarfórnarhrútnum og honum verður fyrirgefið.+
17 Ef einhver syndgar með því að gera eitthvað sem Jehóva bannar, jafnvel óafvitandi, er hann sekur og þarf að svara til saka fyrir synd sína.+ 18 Hann á að færa prestinum í sektarfórn gallalausan hrút úr hjörðinni af réttu verðgildi.+ Presturinn friðþægir þá fyrir yfirsjón hans sem honum varð á óafvitandi og án þess að ætla sér það og honum verður fyrirgefið. 19 Þetta er sektarfórn. Hann hefur sannarlega gert sig sekan um að syndga gegn Jehóva.“