Orðskviðirnir
2 Vitur þjónn er settur yfir son sem er til skammar
og fær arf með bræðrum hans.
4 Vondur maður gefur gaum að skaðlegum orðum
og lygarinn hlustar á illgjarna tungu.+
5 Sá sem hæðist að hinum fátæka vanvirðir þann sem skapaði hann+
og sá sem gleðst yfir óförum annarra sleppur ekki við refsingu.+
11 Vondur maður er sífellt í uppreisnarhug
en miskunnarlaus sendiboði kemur og refsar honum.+
12 Betra er að mæta birnu rænda húnum sínum
en heimskingja í fíflsku hans.+
13 Ef einhver launar gott með illu
hverfur ógæfan aldrei frá húsi hans.+
14 Að kveikja deilu er eins og að opna flóðgátt.*
Forðaðu þér áður en rifrildið brýst út.+
15 Sá sem sýknar hinn illa og sá sem fordæmir hinn réttláta+
eru báðir andstyggð í augum Jehóva.
16 Hvað gagnast það heimskingjanum að hafa tök á að afla sér visku
18 Óskynsamur maður gerir samkomulag með handabandi
og ábyrgist lán í viðurvist náunga síns.+
19 Sá sem elskar þrætur elskar afglöp.+
Sá sem gerir dyr sínar háar býður hættunni heim.+
20 Sá sem er spilltur í hjarta á ekkert gott í vændum
og sá sem er svikull í tali steypir sér í glötun.+
21 Þeim sem getur af sér heimskt barn er það mikil raun
og faðir bjánans gleðst ekki.+
23 Vondur maður þiggur mútur með leynd
til að hindra framgang réttvísinnar.+
25 Heimskur sonur hryggir föður sinn
og veldur móður sinni hugarangri.+
26 Að refsa* réttlátum manni er ekki gott
og að hýða heiðursmenn er rangt.
28 Jafnvel heimskingi er talinn vitur ef hann þegir
og skynsamur ef hann lokar munninum.