Ljóðaljóðin
2 „Eins og lilja meðal þyrna
er ástin mín meðal ungu kvennanna.“
3 „Eins og eplatré meðal skógartrjánna
er minn elskaði meðal ungu mannanna.
Ég þrái heitt að sitja í skugga hans
og ávöxtur hans er mér gómsætur.
4 Hann leiddi mig inn í veislusalinn*
og ást hans var eins og fáni yfir mér.
Reynið ekki að kveikja logann, vekja ástina fyrr en hún sjálf vill.+
8 Ég heyri í mínum elskaða!
Hér kemur hann,
klífur fjöllin, hleypur yfir hæðirnar.
9 Ástin mín er eins og gasella, eins og ungur hjörtur.+
Þarna stendur hann, bak við húsvegginn,
horfir inn um gluggann,
rýnir inn um grindurnar.
10 Minn elskaði talar og segir við mig:
‚Stattu upp, ástin mín,
mín fagra, komdu með mér.
11 Veturinn* er liðinn
og hætt er að rigna.
12 Blómin eru sprungin út,+
tími kominn til að grisja vínviðinn+
og kurr turtildúfunnar heyrist í landinu.+
13 Fyrstu fíkjurnar þroskast á trjánum,+
vínviðurinn blómstrar og ilmar.
Stattu upp, ástin mín, og komdu,
mín fagra, komdu með mér.
14 Komdu út, dúfan mín, úr klettaskorunni,+
úr skjóli hamarsins.
15 „Veiddu refina fyrir okkur,
yrðlingana sem skemma víngarðana
því að víngarðar okkar standa í blóma.“
16 „Minn elskaði er minn og ég er hans.+