Esrabók
6 Þá gaf Daríus konungur þá skipun að leitað skyldi í skjalasafninu í Babýlon þar sem gersemarnar voru geymdar. 2 Og bókrolla fannst í borgarvirkinu í Ekbatana í skattlandinu Medíu. Í henni stóð eftirfarandi yfirlýsing:
3 „Á fyrsta stjórnarári sínu gaf Kýrus konungur út svohljóðandi tilskipun um hús Guðs í Jerúsalem:+ ‚Húsið skal verða endurreist til að þar verði hægt að færa fórnir. Grunnur þess skal lagður. Húsið skal vera 60 álnir* á hæð og 60 álnir á breidd,+ 4 með þrem lögum af stórum steinum sem velt er á sinn stað og einu lagi af viði,+ og kostnaðurinn skal greiddur úr fjárhirslu konungs.+ 5 Einnig skal gull- og silfurílátunum úr húsi Guðs skilað, þeim sem Nebúkadnesar tók úr musterinu í Jerúsalem og flutti til Babýlonar.+ Þau skulu sett á sinn stað í musterinu í Jerúsalem, húsi Guðs, og skulu geymd þar.‘+
6 Haldið ykkur því fjarri þessum stað, þið Tatnaí, landstjóri handan Fljótsins, Setar Bosnaí og félagar ykkar, aðstoðarlandstjórarnir handan Fljótsins.+ 7 Reynið ekki að hindra vinnuna við hús Guðs. Landstjóri Gyðinga og öldungar þeirra munu endurreisa það á sínum fyrri stað. 8 Ég gef ykkur einnig skipun um hvað þið eigið að gera fyrir öldunga Gyðinga svo að þeir geti endurreist þetta hús Guðs. Þið skuluð tafarlaust greiða þessum mönnum kostnaðinn úr fjárhirslu konungs,+ með sköttunum frá svæðinu handan Fljótsins, svo að vinnan dragist ekki á langinn.+ 9 Gefið þeim hvaðeina sem þörf er á eins og prestarnir í Jerúsalem segja til um – ungnaut,+ hrúta+ og lömb+ til brennifórna handa Guði himins sem og hveiti,+ salt,+ vín+ og olíu.+ Gefið þeim þetta undantekningarlaust á hverjum degi 10 til að þeir geti án afláts fært fórnir sem gleðja Guð himnanna og beðið fyrir lífi konungs og sona hans.+ 11 Ég hef líka skipað svo fyrir að ef einhver brýtur gegn þessari tilskipun skuli taka bjálka úr húsi hans og hann hengdur upp á hann,* og hús hans skal gert að almenningskamri* vegna þessa afbrots. 12 Og megi sá Guð sem hefur látið nafn sitt búa á þessum stað+ steypa hverjum þeim konungi og þjóð sem dirfist að brjóta gegn þessari skipun og eyðileggja þetta hús Guðs í Jerúsalem. Ég, Daríus, gef þessa skipun. Framfylgið henni án tafar.“
13 Tatnaí, landstjóri handan Fljótsins, Setar Bosnaí+ og félagar þeirra hlýddu þá skipun Daríusar konungs í einu og öllu og án tafar. 14 Öldungar Gyðinga héldu áfram að byggja og verkinu miðaði vel,+ en Haggaí+ spámaður og Sakaría+ sonarsonur Iddós hvöttu þá áfram með spádómsorðum sínum. Þannig luku þeir byggingunni eins og Guð Ísraels hafði sagt þeim að gera+ og samkvæmt skipun Kýrusar,+ Daríusar+ og Artaxerxesar+ Persakonungs. 15 Þeir luku við húsið á þriðja degi adarmánaðar* á sjötta stjórnarári Daríusar konungs.
16 Ísraelsmenn, það er að segja prestarnir, Levítarnir+ og aðrir sem voru komnir heim úr útlegðinni, vígðu síðan hús Guðs með fögnuði. 17 Við vígslu húss Guðs fórnuðu þeir 100 nautum, 200 hrútum og 400 lömbum og í syndafórn fyrir allan Ísrael báru þeir fram 12 geithafra, einn fyrir hverja ættkvísl Ísraels.+ 18 Prestarnir og Levítarnir voru útnefndir eftir flokkum sínum og deildum til að gegna þjónustunni við Guð í Jerúsalem+ samkvæmt fyrirmælunum í bók Móse.+
19 Þeir sem voru komnir úr útlegðinni héldu páska á 14. degi fyrsta mánaðarins.+ 20 Prestarnir og Levítarnir höfðu allir sem einn hreinsað sig+ og voru því allir hreinir. Þeir slátruðu páskalambinu fyrir alla sem höfðu verið í útlegðinni, fyrir sampresta sína og fyrir sjálfa sig. 21 Ísraelsmenn sem voru komnir úr útlegðinni neyttu síðan páskalambsins ásamt öllum sem höfðu aðgreint sig frá óhreinleika þjóðanna í landinu og slegist í lið með þeim til að tilbiðja* Jehóva Guð Ísraels.+ 22 Þeir héldu líka hátíð hinna ósýrðu brauða+ í sjö daga með fögnuði því að Jehóva hafði gefið þeim ástæðu til að gleðjast og snúið hjarta Assýríukonungs til þeirra+ svo að hann studdi þá* við byggingu húss hins sanna Guðs, Guðs Ísraels.