Jeremía
50 Boðskapurinn sem Jehóva flutti um Babýlon,+ um land Kaldea, fyrir milligöngu Jeremía spámanns:
2 „Tilkynnið þetta meðal þjóðanna og boðið það.
Reisið merki* og boðið það.
Dragið ekkert undan!
Segið: ‚Babýlon er unnin.+
Bel er niðurlægður.+
Meródak* er skelfingu lostinn.
Líkneski Babýlonar eru niðurlægð.
Viðbjóðsleg skurðgoð* hennar eru skelfingu lostin.‘
3 Þjóð hefur ráðist gegn henni úr norðri.+
Hún gerir landið að hryllilegum stað,
enginn býr þar lengur.
Bæði menn og skepnur eru lögð á flótta,
farin burt.“
4 „Á þeim dögum og á þeim tíma,“ segir Jehóva, „munu Ísraelsmenn og Júdamenn koma saman.+ Þeir ganga grátandi+ og saman leita þeir Jehóva Guðs síns.+ 5 Þeir spyrja til vegar til Síonar og stefna þangað.+ Þeir segja: ‚Komið, við skulum bindast Jehóva með eilífum sáttmála sem aldrei gleymist.‘+ 6 Þjóð mín er hjörð týndra sauða.+ Hirðar hennar létu hana villast af leið.+ Þeir leiddu hana afvega uppi í fjöllum svo að sauðirnir reikuðu um fjöll og hæðir. Þeir hafa gleymt hvíldarstað sínum. 7 Allir sem rákust á þá gleyptu þá.+ Og óvinir þeirra sögðu: ‚Við erum saklausir því að þeir hafa syndgað gegn Jehóva, bústað réttlætisins, gegn Jehóva, von forfeðra sinna.‘“
8 „Flýið frá Babýlon,
farið burt úr landi Kaldea,+
og verið eins og forystusauðir á undan hjörðinni
9 því að ég vek upp bandalag mikilla þjóða frá landinu í norðri
og stefni því gegn Babýlon.+
Þær sækja gegn henni fylktu liði,
þaðan verður hún unnin.
Örvar þeirra eru eins og örvar stríðskappa
sem ræna foreldra börnum þeirra,+
þær snúa ekki aftur án þess að ná marki sínu.
10 Kaldea verður að herfangi.+
Þið stöppuðuð fótum eins og kvíga úti í haga
og hneggjuðuð eins og stóðhestar.
12 Móðir ykkar er niðurlægð.+
Hún sem fæddi ykkur er vonsvikin.
Hún er síst allra þjóða,
vatnslaus auðn og eyðimörk.+
Allir sem fara fram hjá Babýlon fyllast óhug
og blístra af undrun yfir öllum hörmungum hennar.+
14 Sækið fylktu liði gegn Babýlon úr öllum áttum,
þið sem spennið bogann.
15 Rekið upp heróp gegn henni úr öllum áttum.
Hún hefur gefist upp.*
Hefnið ykkar á henni.
Farið með hana eins og hún hefur farið með aðra.+
16 Útrýmið sáðmönnum úr Babýlon
og þeim sem beita sigðinni um uppskerutímann.+
Vegna hins vægðarlausa sverðs snúa allir aftur til þjóðar sinnar,
hver og einn flýr heim í land sitt.+
17 Ísraelsmenn eru tvístraðir sauðir.+ Ljón hafa sundrað þeim.+ Fyrst gleypti Assýríukonungur þá,+ síðan nagaði Nebúkadnesar* Babýlonarkonungur bein þeirra.+ 18 Þess vegna segir Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels: ‚Ég fer með konung Babýlonar og land hans eins og ég fór með konung Assýríu.+ 19 En ég leiði Ísrael aftur á beitiland sitt+ og hann verður á beit á Karmel og í Basan.+ Á fjöllum Efraíms+ og Gíleaðs+ fær hann fylli sína.‘“
20 „Á þeim dögum og á þeim tíma,“ segir Jehóva,
„verður sektar Ísraels leitað
en hún er hvergi
og syndir Júda finnast ekki
því að ég mun fyrirgefa þeim sem ég læt verða eftir.“+
21 „Haltu gegn Marataímlandi og íbúum Pekod.+
Stráfelldu þá og gereyddu þeim,“* segir Jehóva.
„Gerðu allt sem ég hef falið þér.
22 Orrustugnýrinn ómar um landið,
alger eyðilegging.
23 Sleggjan sem sló alla jörðina er höggvin sundur og brotin!+
Babýlon vekur óhug meðal þjóðanna!+
24 Ég lagði snöru fyrir þig, Babýlon, og þú festist í henni
án þess að taka eftir því.
Þú náðist og varst gripin+
því að þú settir þig upp á móti Jehóva.
25 Jehóva hefur opnað vopnabúr sitt
og tekið út vopn heiftar sinnar+
því að alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna, hefur verk að vinna
í landi Kaldea.
26 Haldið gegn henni frá fjarlægum stöðum.+
Opnið kornhlöður hennar.+
Hrúgið henni upp eins og kornbing.
Enginn verði eftir í henni.
27 Strádrepið öll ungnaut hennar,+
leiðið þau til slátrunar.
Þau eru búin að vera því að dagur þeirra er kominn,
tími uppgjörsins!
28 Það heyrist í þeim sem flýja,
þeim sem komast undan frá landi Babýlonar
til að boða í Síon hefnd Jehóva Guðs okkar,
hefndina fyrir musteri hans.+
29 Stefnið bogaskyttum gegn Babýlon,
öllum sem spenna bogann.+
Sláið upp herbúðum hringinn í kringum hana, látið engan sleppa.
Gjaldið henni eftir verkum hennar.+
Farið með hana eins og hún hefur farið með aðra+
því að hún hefur hrokast upp og risið gegn Jehóva,
gegn Hinum heilaga Ísraels.+
30 Þess vegna munu ungir menn hennar falla á torgum hennar+
og allir hermenn hennar farast* á þeim degi,“ segir Jehóva.
31 „Ég stend gegn þér,+ hrokagikkur,“+ segir alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna,
„því að dagur þinn kemur, tíminn þegar ég dreg þig til ábyrgðar.
32 Þú munt hrasa og falla, hrokagikkur,
og enginn reisir þig á fætur.+
Ég kveiki í borgum þínum
og eldurinn gleypir allt í kringum þig.“
33 Jehóva hersveitanna segir:
„Ísraelsmenn og Júdamenn eru kúgaðir
og allir sem tóku þá til fanga hafa þá í haldi.+
Þeir vilja ekki sleppa þeim.+
34 En endurlausnari þeirra er sterkur.+
Jehóva hersveitanna er nafn hans.+
35 „Sverð beinist að Kaldeum,“ segir Jehóva,
„að íbúum Babýlonar, höfðingjum hennar og vitringum.+
36 Sverð beinist að þeim sem fara með tómt þvaður* og þeir fara heimskulega að ráði sínu.
Sverð beinist að stríðsköppum hennar og þeir verða skelfingu lostnir.+
37 Sverð beinist að hestum þeirra og stríðsvögnum
og að öllum útlendingunum sem búa í henni
og þeir verða eins og konur.+
Sverð beinist að fjársjóðum hennar og þeim verður rænt.+
38 Eyðing vofir yfir vatni hennar og það þornar upp+
því að þetta er land skurðgoða+
og þeir láta eins og vitfirringar vegna sinna ógnvekjandi sýna.
39 Eyðimerkurdýrin munu því búa þar með ýlfrandi dýrum
og strútar hafast þar við.+
Hún verður aldrei byggð framar,
kynslóð eftir kynslóð skal enginn búa þar.“+
40 „Eins fer fyrir henni og þegar Guð eyddi Sódómu og Gómorru+ og nágrannabæjum þeirra,“+ segir Jehóva. „Enginn mun búa þar né nokkur maður setjast þar að.+
41 Sjáið! Þjóð kemur úr norðri,
mikil þjóð og voldugir konungar+ halda af stað
frá afskekktustu stöðum jarðar.+
42 Þeir eru vopnaðir bogum og kastspjótum.+
Þeir eru grimmir og sýna enga miskunn.+
Hávaðinn frá þeim er eins og drunur hafsins+
þegar þeir koma ríðandi á hestum sínum.
Þeir fylkja liði gegn þér sem einn maður, dóttirin Babýlon.+
Angist grípur hann,
kvöl eins og konu í barnsburði.
44 Óvinur ræðst á friðsæl beitilöndin eins og ljón sem kemur úr þykku kjarrinu meðfram Jórdan. Ég hrek þá burt úr landinu á augabragði og set hinn útvalda yfir það+ því að hver jafnast á við mig og hver getur ákært mig? Hvaða hirðir getur staðist frammi fyrir mér?+ 45 Heyrið því ákvörðun* Jehóva um Babýlon+ og áform hans um land Kaldea:
Hinir minnstu í hjörðinni verða dregnir burt.
Hann gerir beitiland þeirra að auðn vegna þeirra.+
46 Þegar Babýlon verður unnin mun hávaðinn skekja jörðina
og neyðaróp heyrast meðal þjóðanna.“+