Jesaja
2 Það gerir út sendimenn sjóleiðis,
yfir vötnin á papýrusbátum, og segir:
„Farið, hraðfara sendiboðar,
til hávaxinnar þjóðar með gljáandi húð,
til fólks sem allir óttast,+
til öflugrar og sigursællar þjóðar*
þar sem árnar skola landinu burt.“
3 Allir þið íbúar landsins og þið sem búið á jörðinni,
það sem þið munuð sjá líkist fána* sem er reistur á fjöllunum
og þið heyrið hljóð eins og blásið sé í horn.
4 Jehóva sagði við mig:
„Ég held ró minni og fylgist með* staðnum mínum.
Nærvera mín er eins og tíbrá í hitanum og sólskininu,
eins og hitamistur um uppskerutímann.
5 En áður en uppskeran hefst,
þegar blómgunin er á enda og vínberin fara að þroskast,
eru sprotarnir skornir af með garðhnífum
og gripþræðirnir sniðnir af og fjarlægðir.
6 Þeir verða skildir eftir handa ránfuglum fjallanna
og dýrum jarðarinnar.
Ránfuglarnir lifa á þeim allt sumarið
og dýr jarðarinnar allan uppskerutímann.
7 Á þeim tíma verður Jehóva hersveitanna færð gjöf
frá hávaxinni þjóð með gljáandi húð,
frá fólki sem allir óttast,
frá öflugri og sigursælli þjóð*
þar sem árnar skola landinu burt.
Komið er með gjöfina á Síonarfjall, á staðinn sem ber nafn Jehóva hersveitanna.“+