Jónas
3 Orð Jehóva kom til Jónasar í annað sinn:+ 2 „Leggðu af stað og farðu til Níníve,+ borgarinnar miklu, og flyttu henni boðskapinn sem ég segi þér.“
3 Þá lagði Jónas af stað og fór til Níníve+ eins og Jehóva hafði sagt honum að gera.+ Níníve var mjög stór borg* – það tók þrjá daga að ganga í kringum* hana. 4 Jónas fór inn í borgina, gekk dagleið og boðaði: „Eftir aðeins 40 daga verður Níníve lögð í eyði.“
5 Nínívemenn trúðu Guði,+ lýstu yfir föstu og klæddust hærusekkjum, jafnt háir sem lágir. 6 Þegar boðskapurinn barst til konungsins í Níníve stóð hann upp úr hásæti sínu, fór úr konungsklæðunum, klæddist hærusekk og settist í ösku. 7 Jafnframt lét hann tilkynna um alla Níníve:
„Konungur og tignarmenn hans gefa út eftirfarandi tilskipun: Hvorki menn né skepnur, nautgripir né sauðfé skulu neyta nokkurs. Þau skulu hvorki neyta fæðu né drekka vatn. 8 Þau skulu hyljast hærusekkjum, bæði menn og dýr. Menn skulu ákalla Guð í einlægni og snúa frá illsku sinni og ofbeldisverkum. 9 Hver veit nema hinn sanni Guð skipti um skoðun* og láti af brennandi reiði sinni svo að við förumst ekki.“
10 Þegar hinn sanni Guð sá hvað þeir gerðu, að þeir höfðu látið af illsku sinni,+ skipti hann um skoðun* og lét ekki verða af ógæfunni sem hann sagðist ætla að láta koma yfir þá.+