Síðari Kroníkubók
4 Því næst gerði hann koparaltarið,+ 20 álnir á lengd, 20 álnir á breidd og 10 álnir á hæð.
2 Hann gerði einnig hafið.*+ Það var hringlaga úr steyptum málmi. Tíu álnir voru á milli barmanna. Það var 5 álnir á dýpt og 30 álnir að ummáli.*+ 3 Fyrir neðan barminn var hafið skreytt graskerum+ allan hringinn, tíu á hverja alin hringinn í kring. Graskerin voru í tveim röðum og steypt í sama móti og hafið. 4 Hafið stóð á 12 nautum.+ Þrjú þeirra sneru í norður, þrjú í vestur, þrjú í suður og þrjú í austur. Það hvíldi á nautunum og bakhlutar þeirra sneru inn að miðju. 5 Hafið var þverhönd* á þykkt og barmurinn var eins og bikarbarmur, eins og útsprungin lilja. Kerið gat tekið 3.000 böt.*
6 Hann gerði einnig tíu þvottaker og setti fimm þeirra hægra megin og fimm vinstra megin.+ Í þeim átti að skola það sem tengdist brennifórninni.+ En hafið var ætlað prestunum til þvottar.+
7 Hann gerði tíu gullljósastikur+ eins og útlistað var+ og kom þeim fyrir í musterinu, fimm hægra megin og fimm vinstra megin.+
8 Hann gerði auk þess tíu borð og kom þeim fyrir í musterinu, fimm hægra megin og fimm vinstra megin.+ Hann gerði einnig 100 gullskálar.
9 Síðan gerði hann forgarð+ prestanna+ og stóra forgarðinn+ og hurðir fyrir forgarðinn. Hann þakti hurðirnar kopar. 10 Hafinu kom hann fyrir hægra megin, í suðaustri.+
11 Híram gerði auk þess föturnar, skóflurnar og skálarnar.+
Þar með lauk hann við verk sitt við hús hins sanna Guðs sem hann vann fyrir Salómon konung:+ 12 súlurnar tvær+ og skálarlaga súlnahöfuðin, bæði netin+ utan um súlnahöfuðin, 13 granateplin 400+ sem voru sett í tvær raðir á hvort net utan um skálarlaga súlnahöfuðin,+ 14 vagnana* tíu og kerin tíu sem voru á þeim,+ 15 hafið og nautin 12 undir því+ 16 og einnig föturnar, skóflurnar, gafflana+ og öll tilheyrandi áhöld. Híram Abí*+ gerði allt þetta úr fægðum kopar fyrir hús Jehóva eins og Salómon konungur bað hann um. 17 Konungur lét steypa þetta allt á Jórdansléttu, í þykkum leirjarðveginum á milli Súkkót+ og Sereda. 18 Salómon gerði svo mikið af öllum þessum áhöldum að ómögulegt var að vita hve þungur koparinn var.+
19 Salómon gerði öll áhöldin+ fyrir hús hins sanna Guðs: gullaltarið,+ borðin+ undir skoðunarbrauðin,+ 20 ljósastikurnar og lampa þeirra úr hreinu gulli+ sem áttu að loga fyrir framan innsta herbergið eins og kveðið var á um, 21 blómin, lampana og ljósaskærin,* allt úr gulli, já, hreinasta gulli, 22 skarklippurnar, skálarnar, bikarana og eldpönnurnar úr hreinu gulli. Dyr hússins, innri hurðirnar að hinu allra helgasta+ og hurðirnar að hinu heilaga,* gerði hann einnig úr gulli.+