Jesaja
64 Bara að þú hefðir rifið himininn sundur og stigið niður
svo að fjöllin hefðu skolfið vegna þín
2 eins og þegar eldur kveikir í hrísi
og vatnið sýður yfir eldinum.
Þá myndu óvinir þínir þekkja nafn þitt
og þjóðirnar skjálfa frammi fyrir þér.
3 Þegar þú vannst mikilfengleg verk sem við þorðum ekki að vonast eftir+
steigst þú niður og fjöllin skulfu frammi fyrir þér.+
4 Frá fornu fari hefur enginn heyrt um né orðið var við
né séð nokkurn Guð nema þig,
5 Þú hefur tekið á móti þeim sem fagna því að gera rétt,+
þeim sem muna eftir þér og ganga á vegum þínum.
Þú reiddist þegar við héldum áfram að syndga,+
við gerðum það lengi.
Er hægt að bjarga okkur núna?
6 Við erum öll orðin eins og óhrein manneskja
og öll réttlætisverk okkar eru eins og klútur með tíðablóði.+
Við visnum öll eins og laufblað
og syndir okkar feykja okkur burt eins og vindurinn.
7 Enginn ákallar nafn þitt,
enginn hreyfir sig til að geta gripið í þig.
Þú hefur hulið andlitið fyrir okkur+
og lætur okkur veslast upp vegna synda okkar.
8 En þú, Jehóva, ert faðir okkar.+
Gleymdu ekki að við erum öll fólk þitt.
10 Heilagar borgir þínar eru auðnir einar.
Síon er eins og óbyggðir,
Jerúsalem eins og eyðimörk.+
11 Heilagt og dýrlegt* hús* okkar
þar sem forfeður okkar lofuðu þig
er brunnið til grunna+
og allt sem okkur var kært er í rúst.
12 Ætlarðu samt að vera aðgerðalaus, Jehóva?
Ætlarðu að vera þögull og láta okkur þjást svona mikið?+