Bréfið til Rómverja
14 Takið vel á móti þeim sem er óstyrkur í trúnni+ og dæmið engan fyrir skoðanir* hans. 2 Trú sumra leyfir þeim að borða allt en sá sem er óstyrkur í trúnni borðar aðeins grænmeti. 3 Sá sem borðar á ekki að líta niður á þann sem borðar ekki, og sá sem borðar ekki á ekki að dæma þann sem borðar+ því að Guð hefur tekið á móti honum. 4 Hvaða rétt hefur þú til að dæma þjón einhvers annars?+ Það er undir húsbónda hans komið hvort hann stendur eða fellur.+ Og hann mun standa því að Jehóva* getur látið hann standa.
5 Einum finnst sumir dagar mikilvægari en aðrir+ en annar metur alla daga jafna.+ Hver og einn ætti að fylgja eigin sannfæringu. 6 Sá sem gerir greinarmun á dögum gerir það fyrir Jehóva.* Sá sem borðar allan mat gerir það fyrir Jehóva* því að hann þakkar Guði.+ Sá sem borðar ekki allt gerir það fyrir Jehóva* en þakkar samt Guði.+ 7 Ekkert okkar lifir aðeins fyrir sjálft sig+ og enginn deyr aðeins fyrir sjálfan sig. 8 Ef við lifum, lifum við fyrir Jehóva*+ og ef við deyjum, deyjum við fyrir Jehóva.* Hvort sem við því lifum eða deyjum tilheyrum við Jehóva.*+ 9 Kristur dó og lifnaði aftur til að hann gæti orðið Drottinn bæði dauðra og lifandi.+
10 En hvers vegna dæmirðu bróður þinn?+ Og hvers vegna líturðu niður á bróður þinn? Við eigum öll eftir að standa frammi fyrir dómarasæti Guðs+ 11 því að skrifað er: „‚Svo sannarlega sem ég lifi,‘+ segir Jehóva,* ‚mun hvert hné beygja sig fyrir mér og hver tunga viðurkenna að ég er Guð.‘“+ 12 Við þurfum því öll að standa Guði reikningsskap gerða okkar.+
13 Þess vegna skulum við hætta að dæma hvert annað.+ Verum heldur staðráðin í að gera ekkert sem getur orðið til þess að bróðir hrasi eða falli frá trúnni.+ 14 Sem lærisveinn Drottins Jesú veit ég og er sannfærður um að ekkert er óhreint í sjálfu sér.+ En ef einhverjum finnst eitthvað óhreint er það óhreint fyrir hann. 15 Ef bróðir þinn hneykslast á því sem þú borðar ertu kominn út af vegi kærleikans.+ Láttu ekki mat verða til þess að sá sem Kristur dó fyrir glatist.+ 16 Látið ekki hið góða sem þið gerið spilla mannorði ykkar. 17 Ríki Guðs snýst ekki um mat og drykk+ heldur réttlæti, frið og gleði sem heilagur andi veitir. 18 Sá sem þjónar Kristi með þessum hætti hlýtur velþóknun Guðs og virðingu manna.
19 Gerum því allt sem við getum til að stuðla að friði+ og byggja hvert annað upp.+ 20 Hættið að brjóta niður verk Guðs bara vegna matar.+ Allt er vissulega hreint en það er til tjóns* að borða nokkuð sem verður öðrum að falli.+ 21 Best er að borða ekki kjöt né drekka vín né gera neitt sem getur orðið bróður þínum að falli.+ 22 Haltu sannfæringu þinni fyrir þig og láttu hana vera milli þín og Guðs. Sá sem ásakar ekki sjálfan sig fyrir það sem hann velur að gera er hamingjusamur. 23 En ef hann er efins en borðar samt er hann þegar dæmdur af því að hann byggir það ekki á sannfæringu sinni. Allt sem er ekki byggt á trú er synd.