11 Jehóva hefur andstyggð á svikavog
en nákvæm lóð gleðja hann.+
2 Hroki leiðir til vansæmdar+
en hjá hógværum er viska.+
3 Ráðvendni hinna réttlátu leiðir þá+
en undirferli hinna svikulu verður þeim að falli.+
4 Auðæfi gagnast ekki á degi reiðinnar+
en réttlæti bjargar frá dauða.+
5 Réttlæti hins ráðvanda gerir veg hans sléttan
en vondur maður hrasar um eigin illsku.+
6 Réttlæti hinna heiðarlegu bjargar þeim+
en hinir svikulu festast í snöru eigin girnda.+
7 Þegar vondur maður deyr verður von hans að engu,
þær væntingar sem hann ber til eigin styrkleika bregðast.+
8 Hinum réttláta er bjargað úr neyð
og hinn vondi kemur í hans stað.+
9 Fráhvarfsmaður steypir náunga sínum í glötun með tali sínu
en þekking bjargar hinum réttlátu.+
10 Borgin fagnar yfir góðvild hinna réttlátu
og þegar vondir menn farast heyrast gleðióp.+
11 Blessun réttlátra er borginni til góðs+
en munnur hinna vondu rífur hana niður.+
12 Óskynsamur maður sýnir náunga sínum fyrirlitningu
en hygginn maður þegir.+
13 Rógberinn gengur um og ljóstrar upp leyndarmálum+
en traustur maður heldur trúnað.
14 Án góðrar stjórnar fellur þjóðin
en allt fer vel ef ráðgjafarnir eru margir.+
15 Illa fer fyrir þeim sem ábyrgist lán fyrir ókunnugan+
en sá sem forðast handsöl er öruggur.
16 Elskuleg kona hlýtur heiður+
en harðbrjósta menn hrifsa til sín auðæfi.
17 Góðhjartaður maður gerir sjálfum sér gott+
en grimmur maður kallar yfir sig ógæfu.+
18 Vondur maður aflar sér svikulla launa+
en sá sem sáir réttlæti hlýtur sanna umbun.+
19 Sá sem heldur sig fast við réttlætið á líf í vændum+
en sá sem eltir hið illa á dauða í vændum.
20 Jehóva hefur andstyggð á hinum spilltu+
en yndi af þeim sem lifa flekklausu lífi.+
21 Eitt er víst: Hinn illi sleppur ekki við refsingu+
en börn réttlátra komast undan.
22 Eins og gullhringur í svínstrýni,
þannig er falleg kona sem skortir skynsemi.
23 Óskir hinna réttlátu leiða til góðs+
en vonir hinna illu leiða til reiði.
24 Einn gefur örlátlega og eignast sífellt meira,+
annar heldur í það sem ætti að gefa en verður samt fátækur.+
25 Örlátum manni farnast vel+
og sá sem endurnærir aðra endurnærist sjálfur.+
26 Fólk bölvar þeim sem heldur í kornið
en blessar þann sem selur það.
27 Sá sem leitast við að gera gott leitast eftir velþóknun+
en sá sem sækist eftir illu verður sjálfur fyrir því.+
28 Sá sem treystir á auðæfi sín fellur+
en hinir réttlátu dafna eins og grænt laufið.+
29 Sá sem leiðir ógæfu yfir fjölskyldu sína erfir vindinn+
og heimskinginn verður þjónn hins vitra.
30 Ávöxtur hins réttláta er lífstré+
og sá sem vinnur sálir er vitur.+
31 Fyrst hinn réttláti á jörðinni fær það sem hann á skilið,
hvað þá hinn illi og syndarinn!+