Síðara bréfið til Þessaloníkumanna
3 Að lokum, bræður og systur, haldið áfram að biðja fyrir okkur.+ Biðjið að orð Jehóva* breiðist hratt út+ og sé í heiðri haft eins og það er hjá ykkur 2 og að okkur sé bjargað frá vondum og spilltum mönnum.+ Það hafa ekki allir trú.+ 3 En Drottinn er trúr og hann mun styrkja ykkur og vernda fyrir hinum vonda. 4 Og við sem þjónum Drottni treystum að þið fylgið fyrirmælum okkar núna og fylgið þeim áfram. 5 Megi Drottinn halda áfram að leiða hjörtu ykkar svo að þið elskið Guð+ og haldið út+ vegna Krists.
6 Nú gefum við ykkur þau fyrirmæli, bræður og systur, í nafni Drottins okkar Jesú Krists að hætta að umgangast hvern þann í söfnuðinum sem er óstýrilátur+ og fylgir ekki þeim leiðbeiningum sem við gáfum ykkur.*+ 7 Þið vitið sjálf hvernig þið eigið að líkja eftir okkur.+ Við lifðum sómasamlega meðal ykkar 8 og borðuðum ekki hjá neinum án þess að borga fyrir okkur.+ Við unnum öllu heldur dag og nótt með erfiði og striti til að vera ekki fjárhagsleg byrði á neinu ykkar.+ 9 Ekki svo að skilja að við ættum ekki rétt á því+ heldur vildum við vera ykkur fyrirmynd til eftirbreytni.+ 10 Við sögðum reyndar ítrekað meðan við vorum hjá ykkur: „Ef einhver vill ekki vinna á hann ekki heldur að fá að borða.“+ 11 En nú heyrum við að sumir á meðal ykkar séu óstýrilátir,+ vinni ekki neitt og blandi sér í það sem þeim kemur ekki við.+ 12 Slíkum mönnum skipum við og við brýnum fyrir þeim í nafni Drottins Jesú Krists að vinna kyrrlátlega og vinna sjálfir fyrir mat sínum.+
13 En þið, bræður og systur, gefist ekki upp á að gera það sem er gott. 14 Ef einhver hlýðir ekki því sem við segjum í þessu bréfi skuluð þið merkja hann og hætta að umgangast hann+ svo að hann skammist sín. 15 Lítið þó ekki á hann sem óvin heldur áminnið hann+ áfram sem bróður.
16 Megi Drottinn friðarins veita ykkur stöðugan frið á allan hátt.+ Drottinn sé með ykkur öllum.
17 Ég, Páll, skrifa þessa kveðju með eigin hendi+ og þannig merki ég öll bréf mín. Þannig skrifa ég.
18 Einstök góðvild Drottins okkar Jesú Krists sé með ykkur öllum.