Sakaría
8 Orð Jehóva hersveitanna kom aftur til mín: 2 „Þetta segir Jehóva hersveitanna: ‚Með brennandi ákafa mun ég vernda Síon,+ í mikilli reiði brenn ég af ákafa vegna hennar.‘“
3 „Jehóva segir: ‚Ég sný aftur til Síonar+ og sest að í Jerúsalem.+ Jerúsalem verður kölluð borg sannleikans*+ og fjall Jehóva hersveitanna fjallið heilaga.‘“+
4 „Þetta segir Jehóva hersveitanna: ‚Aldraðir menn og konur munu aftur sitja á torgum Jerúsalem, öll með staf í hendi sökum aldurs.+ 5 Og borgin verður full af strákum og stelpum sem leika sér á torgunum.‘“+
6 „Jehóva hersveitanna segir: ‚Þetta getur virst ógerlegt fyrir þá sem eftir verða af þessari þjóð á þeim tíma en er það líka ógerlegt fyrir mig?‘ segir Jehóva hersveitanna.“
7 „Jehóva hersveitanna segir: ‚Ég frelsa fólk mitt úr löndunum í austri og vestri.*+ 8 Ég flyt fólkið heim og það skal búa í Jerúsalem.+ Það verður fólk mitt og ég verð sannur* og réttlátur Guð þess.‘“+
9 „Jehóva hersveitanna segir: ‚Verið hugrökk,*+ þið sem heyrið orðin af munni spámannanna,+ sömu orð og flutt voru daginn sem grunnurinn var lagður að húsi Jehóva hersveitanna svo að hægt væri að reisa musterið. 10 Fyrir þann tíma voru engin laun greidd fyrir vinnu manna eða dýra.+ Engum var óhætt að vera á ferli vegna andstæðinganna því að ég lét alla snúast hvern gegn öðrum.‘
11 ‚En nú ætla ég ekki að fara með þá sem eftir eru af fólkinu eins og ég gerði áður,‘+ segir Jehóva hersveitanna, 12 ‚því að sáð verður sáðkorni friðar. Vínviðurinn mun gefa ávöxt sinn, jörðin afurðir sínar+ og himinninn dögg sína. Ég læt þá sem eftir eru af fólkinu erfa þetta allt.+ 13 Og eins og þið, Júdamenn og Ísraelsmenn, voruð nefndir í bölbænum meðal þjóðanna,+ eins verðið þið til blessunar+ því að ég bjarga ykkur. Óttist ekki!+ Sýnið hugrekki!‘*+
14 Jehóva hersveitanna segir: ‚„Ég hafði ákveðið að láta ógæfu koma yfir ykkur,“ segir Jehóva hersveitanna, „af því að forfeður ykkar reittu mig til reiði og ég skipti ekki um skoðun.+ 15 Eins hef ég nú ákveðið að gera Jerúsalembúum og Júdamönnum gott.+ Óttist ekki!“‘+
16 ‚Þetta eigið þið að gera: Verið sannorð hvert við annað+ og látið dómana í borgarhliðum ykkar stuðla að sannleika og friði.+ 17 Upphugsið ekkert illt hvert gegn öðru+ og hættið að sverja falska eiða+ því að ég hata allt slíkt,‘+ segir Jehóva.“
18 Orð Jehóva hersveitanna kom aftur til mín: 19 „Þetta segir Jehóva hersveitanna: ‚Fastan í fjórða+ og fimmta mánuðinum+ og fastan í sjöunda+ og tíunda mánuðinum+ verða tilefni fyrir Júdamenn til að gleðjast og fagna – þær verða gleðilegar hátíðir.+ Elskið því sannleika og frið.‘
20 Jehóva hersveitanna segir: ‚Fólk af mörgum þjóðum og frá mörgum borgum mun koma á ný, 21 og íbúar einnar borgar fara til annarrar og segja: „Komið! Við skulum fara og biðja Jehóva að sýna okkur góðvild* og leita Jehóva hersveitanna. Ég fer líka.“+ 22 Fólk af mörgum þjóðflokkum og voldugum þjóðum kemur til að leita Jehóva hersveitanna í Jerúsalem+ og biðja Jehóva að sýna sér góðvild.‘*
23 Jehóva hersveitanna segir: ‚Á þeim dögum munu tíu menn af öllum málhópum þjóðanna+ grípa í kyrtil* eins Gyðings, já, grípa fast í hann og segja: „Við viljum fara með ykkur+ því að við höfum heyrt að Guð sé með ykkur.“‘“+