Prédikarinn
11 Kastaðu brauði þínu út á vatnið+ því að mörgum dögum síðar muntu finna það aftur.+ 2 Gefðu sjö manns, jafnvel átta, af því sem þú átt+ því að þú veist ekki hvaða hörmungar verða á jörðinni.
3 Ef skýin eru full af vatni hella þau regni yfir jörðina og ef tré fellur til suðurs eða norðurs liggur það þar sem það féll.
4 Sá sem fylgist með vindinum sáir ekki og sá sem horfir á skýin uppsker ekki.+
5 Þú skilur ekki hvernig lífsandinn* verkar á bein barns í kviði móður sinnar*+ og eins skilurðu ekki verk hins sanna Guðs sem gerir allt.+
6 Sáðu korni þínu að morgni og láttu ekki hendur þínar hvílast fyrr en að kvöldi+ því að þú veist ekki hvað mun heppnast, þetta eða hitt. Kannski verður hvort tveggja jafn gott.
7 Ljósið er indælt og það er gott fyrir augun að sjá sólina. 8 Ef maður lifir mörg ár á hann að njóta þeirra allra.+ En hann ætti að muna að dagar myrkursins geta orðið margir. Allt sem er ókomið er tilgangslaust.+
9 Þið unglingar, njótið unglingsáranna og gleðjist á æskuárunum. Fylgið hjartanu og farið þangað sem augun leiða ykkur en munið að hinn sanni Guð leiðir ykkur fyrir dóm fyrir allt sem þið gerið.*+ 10 Losaðu hjartað við áhyggjur og líkamann við það sem er skaðlegt því að æskan og þróttur unglingsáranna varir stutt.*+