Ljóðaljóðin
4 „Þú ert falleg, ástin mín!
Þú ert falleg.
Augu þín eru eins og dúfuaugu undir blæjunni.
Hár þitt er eins og geitahjörð
sem streymir niður Gíleaðfjöll.+
2 Tennur þínar eru eins og hjörð af nýrúnum ám
sem komnar eru úr baði.
Allar eru tvílembdar
og engin hefur misst lamb.
3 Varir þínar eru eins og skarlatsrautt band
og orð þín eru yndisleg.
Eins og sneitt granatepli
eru vangar þínir* undir blæjunni.
Þar hanga þúsund skildir,
allir hringlaga skildir kappanna.+
6 „Áður en fer að kula og skuggarnir hverfa
vil ég fara til myrrufjallsins,
til reykelsishæðarinnar.“+
8 Komdu með mér frá Líbanon, brúður mín,
komdu með mér frá Líbanon.+
9 Þú hefur fangað hjarta mitt,+ systir mín og brúður,
þú hefur fangað hjarta mitt með einu augnatilliti,
með einni perlu á hálsfesti þinni.
10 Yndisleg eru atlot þín,+ systir mín og brúður!
11 Hunang drýpur af vörum þínum,+ brúður mín.
Hunang og mjólk eru undir tungu þinni+
og föt þín ilma eins og angan Líbanons.
12 Systir mín og brúður er eins og lokaður garður,
lokaður garður, innsigluð lind.
13 Garður þinn* er eins og paradís* með granateplatrjám,
með ljúffengum ávöxtum, henna og nardusjurtum,
14 nardus+ og saffrankrókusum, ilmreyr+ og kanil,+
með alls konar reykelsistrjám, myrru og alóe+
ásamt ilmjurtum af bestu gerð.+
15 Þú ert lind í garði, brunnur með fersku vatni,
eins og rennandi lækir frá Líbanon.+
„Ég vildi að ástin mín kæmi inn í garð sinn
og borðaði ljúffenga ávextina.“