Fyrsta Mósebók
34 Dína, dóttir Jakobs og Leu,+ var farin að umgangast stúlkurnar í landinu.+ Eitt sinn þegar hún fór út til að hitta þær 2 kom Síkem auga á hana, sonur Hevítans+ Hemors, höfðingja í landinu, og hann tók hana og nauðgaði henni. 3 Hann varð hugfanginn af Dínu dóttur Jakobs og reyndi að vinna hjarta stúlkunnar* því að hann var ástfanginn af henni. 4 Síkem kom að máli við Hemor+ föður sinn og sagði: „Sjáðu til þess að ég fái þessa stúlku fyrir konu.“
5 Jakob frétti að Síkem hefði svívirt Dínu dóttur hans en þar sem synir hans voru úti í haga með hjörð hans ákvað hann að segja ekkert fyrr en þeir kæmu heim. 6 Hemor faðir Síkems kom þá til Jakobs til að ræða við hann. 7 En synir Jakobs heyrðu hvað hafði gerst. Þeim var misboðið og komu þegar í stað heim úr haganum, ævareiðir yfir því að Síkem hafði leitt skömm yfir Ísrael með því að nauðga dóttur Jakobs.+ Slíkt hefði aldrei átt að gerast.+
8 Hemor sagði við þá: „Síkem sonur minn er ástfanginn af systur* ykkar. Gefið honum hana fyrir konu 9 og tengist okkur með giftingum.* Gefið okkur dætur ykkar og takið ykkur dætur okkar.+ 10 Þið getið búið hjá okkur, landið stendur ykkur til boða. Búið hér, stundið viðskipti í landinu og komið ykkur vel fyrir.“ 11 Og Síkem sagði við föður Dínu og bræður hennar: „Ef þið sýnið mér velvild gef ég ykkur hvað sem þið biðjið um. 12 Þið getið farið fram á hátt brúðarverð og beðið um rausnarlega gjöf.+ Ég skal gefa ykkur hvað sem þið biðjið um, bara ef þið gefið mér stúlkuna fyrir konu.“
13 Synir Jakobs ákváðu að blekkja Síkem og Hemor föður hans vegna þess að Síkem hafði svívirt Dínu systur þeirra. 14 Þeir sögðu því við þá: „Það kemur ekki til greina að við gefum systur okkar óumskornum manni.*+ Það yrði okkur til skammar. 15 Við getum aðeins orðið við beiðni ykkar ef þið verðið eins og við og umskerið allt karlkyns meðal ykkar.+ 16 Þá skulum við gefa ykkur dætur okkar, taka dætur ykkar handa okkur og búa hjá ykkur svo að við verðum ein þjóð. 17 En ef þið gerið ekki eins og við segjum og látið umskerast tökum við systur* okkar og förum héðan.“
18 Hemor+ og Síkem syni hans+ leist vel á svar þeirra. 19 Ungi maðurinn mátti engan tíma missa og gerði eins og þeir báðu um+ því að hann var heillaður af dóttur Jakobs. Hann var sá sem naut mestrar virðingar í húsi föður síns.
20 Hemor og Síkem sonur hans komu í borgarhliðið og tóku samborgara sína tali.+ Þeir sögðu: 21 „Þessir menn vilja halda friðinn við okkur. Leyfum þeim að búa í landinu og stunda viðskipti sín hér því að hér er nóg landsvæði handa þeim. Við getum tekið okkur dætur þeirra fyrir konur og gefið þeim dætur okkar.+ 22 Mennirnir vilja búa hjá okkur svo að við verðum ein þjóð en aðeins með því skilyrði að allt karlkyns meðal okkar láti umskerast eins og þeir eru umskornir.+ 23 Munu þá ekki eigur þeirra, auðæfi og allt búfé verða okkar? Gerum það sem þeir krefjast svo að þeir búi hjá okkur.“ 24 Allir sem höfðu safnast saman í borgarhliðinu samþykktu það sem Hemor og Síkem sonur hans lögðu til og allt karlkyns lét umskerast, allir sem höfðu safnast saman í borgarhliðinu.
25 En á þriðja degi, meðan þeir voru enn þjáðir af verkjum, tóku tveir synir Jakobs og bræður Dínu, þeir Símeon og Leví,+ sitt sverðið hvor, fóru inn í borgina öllum að óvörum og drápu allt karlkyns.+ 26 Þeir drápu Hemor og Síkem son hans með sverði. Síðan tóku þeir Dínu úr húsi Síkems og hurfu á braut. 27 Hinir synir Jakobs gengu inn í borgina þar sem mennirnir höfðu verið vegnir og fóru ránshendi um hana því að systir þeirra hafði verið svívirt.+ 28 Þeir tóku sauðfé þeirra, nautgripi og asna og allt annað sem var í borginni og í haganum. 29 Þeir tóku allar eigur þeirra að herfangi ásamt öllum börnum þeirra og konum og rændu öllu sem var í húsunum.
30 Jakob sagði við Símeon og Leví:+ „Þið hafið leitt yfir mig mikla ógæfu. Íbúar landsins munu hata mig, bæði Kanverjar og Peresítar. Og þar sem við erum fáliðaðir munu þeir safnast saman gegn mér og ráðast á mig. Þá verður mér og fjölskyldu minni útrýmt.“ 31 En þeir svöruðu: „Áttum við þá að leyfa honum að fara með systur okkar eins og vændiskonu?“