Esekíel
17 Orð Jehóva kom aftur til mín: 2 „Mannssonur, berðu fram gátu og líkingu um Ísraelsmenn.+ 3 Segðu: ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Örninn mikli+ með stóru vængina, löngu flugfjaðrirnar og þétta og litríka fjaðurhaminn kom til Líbanons+ og sleit toppinn af sedrustrénu.+ 4 Hann reif af efsta sprotann, fór með hann til lands kaupmannanna* og gróðursetti hann í borg þeirra.+ 5 Síðan tók hann fræ úr landinu+ og sáði því í frjósama jörð þar sem nóg var af vatni og lét það vaxa eins og víði. 6 Það óx og varð að lágvöxnum vínviði sem breiddi úr sér.+ Laufið sneri inn á við og ræturnar uxu undir honum. Það varð að vínviði sem myndaði rótarskot og bar greinar.+
7 Nú kom annar stór örn+ með mikið vænghaf og langar flugfjaðrir.+ Vínviðurinn teygði þá ræturnar af ákafa í áttina til hans, frá reitnum þar sem hann óx, og hann teygði greinarnar til hans til að fá vökvun.+ 8 Hann hafði verið gróðursettur í frjósamri jörð þar sem nóg var af vatni svo að hann myndaði greinar, bæri ávöxt og yrði gróskumikill vínviður.“‘+
9 Segðu: ‚Alvaldur Drottinn Jehóva segir: „Á hann eftir að dafna? Á ekki einhver eftir að rífa hann upp með rótum,+ láta ávöxtinn rotna og sprotana visna?+ Hann verður svo visinn að hvorki þarf mikla krafta né marga menn til að rífa hann upp með rótum. 10 Honum var vissulega umplantað en mun hann dafna? Skrælnar hann ekki í austanvindinum? Hann mun skrælna á reitnum þar sem hann óx.“‘“
11 Orð Jehóva kom aftur til mín: 12 „Segðu við þetta uppreisnargjarna fólk: ‚Skiljið þið ekki hvað þetta merkir?‘ Segðu: ‚Konungur Babýlonar kom til Jerúsalem og tók konunginn og höfðingjana og fór með þá heim til Babýlonar.+ 13 Hann valdi svo mann af konungsættinni,+ gerði sáttmála við hann og lét hann sverja sér eið.+ Síðan flutti hann burt framámenn landsins+ 14 svo að ríkið veiktist og yrði ekki voldugt á ný. Það gæti aðeins haldið velli með því að halda sáttmálann.+ 15 En konungurinn gerði að lokum uppreisn gegn honum+ og sendi menn til Egyptalands til að útvega hesta+ og mikið herlið.+ Tekst honum vel til? Getur sá sem gerir slíkt sloppið við refsingu? Getur hann rofið sáttmálann og komist upp með það?‘+
16 ‚„Svo sannarlega sem ég lifi,“ segir alvaldur Drottinn Jehóva, „mun hann deyja í Babýlon, borg konungsins* sem skipaði hann* konung, því að hann fyrirleit eiðinn sem hann sór konungi og rauf sáttmálann við hann.+ 17 Öflugur her og fjölmennt lið faraós kemur að engu gagni í stríðinu+ þegar óvinurinn reisir umsáturs- og árásarvirki til að tortíma mörgum. 18 Hann hefur fyrirlitið eið og rofið sáttmála. Hann gerði allt þetta þó að hann hefði gefið loforð* og hann kemst ekki undan.“‘
19 ‚Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Svo sannarlega sem ég lifi þarf hann að taka afleiðingum þess að fyrirlíta eið minn+ og rjúfa sáttmála minn. 20 Ég kasta neti mínu yfir hann og hann festist í því.+ Ég flyt hann til Babýlonar og læt hann svara til saka þar fyrir sviksemi sína við mig.+ 21 Allir hermenn hans sem flýja falla fyrir sverði og þeir sem eftir verða tvístrast í allar áttir.+ Þá munuð þið skilja að ég, Jehóva, hef talað.“‘+
22 ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Ég slít sprota af toppnum á háa sedrustrénu+ og gróðurset hann. Af efstu greinunum tek ég lítinn frjóanga+ og gróðurset hann sjálfur á háu og tignarlegu fjalli.+ 23 Ég gróðurset hann á háu fjalli í Ísrael. Greinarnar vaxa og bera ávöxt og hann verður að tignarlegu sedrustré. Alls konar fuglar halda til undir því og búa í skugganum af greinunum. 24 Og öll tré merkurinnar skulu komast að raun um að ég, Jehóva, hef niðurlægt háa tréð og upphafið hið lága.+ Ég hef látið græna tréð visna og uppþornaða tréð blómstra.+ Ég, Jehóva, hef talað og komið því til leiðar.“‘“