Esekíel
12 Orð Jehóva kom aftur til mín: 2 „Mannssonur, fólkið sem þú býrð á meðal er uppreisnargjarnt. Það hefur augu til að sjá með en sér ekki og eyru til að heyra með en heyrir ekki+ því að það er uppreisnargjarnt.+ 3 Mannssonur, taktu saman föggur þínar eins og þú sért að fara í útlegð. Farðu að degi til, þegar fólk sér til þín. Farðu heiman frá þér í útlegð til annars staðar meðan menn horfa á. Kannski vekur það þá til umhugsunar þó að þeir séu uppreisnargjarnir. 4 Berðu út farangurinn fyrir útlegðina að degi til í augsýn þeirra. Um kvöldið, meðan þeir enn sjá til, skaltu leggja af stað eins og verið sé að flytja þig í útlegð.+
5 Brjóttu gat á vegginn fyrir augum þeirra og farðu með farangurinn út um það.+ 6 Meðan þeir horfa á skaltu leggja farangurinn á öxlina og bera hann út í myrkrið. Hyldu andlitið svo að þú sjáir ekki jörðina því að ég geri þig að tákni handa Ísraelsmönnum.“+
7 Ég gerði eins og mér var sagt. Að degi til bar ég út farangurinn eins og ég væri að fara í útlegð og um kvöldið braut ég gat á vegginn með höndunum. Þegar dimmt var orðið tók ég farangurinn með mér á öxlinni fyrir augum þeirra.
8 Morguninn eftir kom orð Jehóva aftur til mín: 9 „Mannssonur, spurðu ekki Ísraelsmenn hvað þú værir að gera, þetta uppreisnargjarna fólk? 10 Segðu þeim: ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Þessi boðskapur á við höfðingjann+ í Jerúsalem og alla Ísraelsmenn í borginni.“‘
11 Segðu: ‚Ég er tákn fyrir ykkur.+ Það sem ég hef gert sýnir hvað verður gert við þá. Þeir verða fluttir í útlegð, teknir til fanga.+ 12 Höfðinginn á meðal þeirra mun bera eigur sínar á öxlinni og fara burt í myrkrinu. Hann brýtur gat á múrvegginn og ber eigur sínar út um það.+ Hann hylur andlitið svo að hann sjái ekki jörðina.‘ 13 Ég kasta neti mínu yfir hann og hann festist í því.+ Síðan flyt ég hann til Babýlonar, til lands Kaldea, en hann mun ekki sjá það. Og þar mun hann deyja.+ 14 Öllum sem eru í kringum hann, aðstoðarmönnum hans og herliði, tvístra ég í allar áttir.+ Ég dreg sverð úr slíðrum og elti þá.+ 15 Og þeir munu komast að raun um að ég er Jehóva þegar ég dreifi þeim meðal þjóðanna og tvístra þeim um löndin. 16 En ég hlífi fáeinum þeirra við sverðinu, hungursneyðinni og drepsóttinni svo að þeir geti sagt þjóðunum, sem þeir fara til, frá öllum þeim viðbjóði sem þeir hafa stundað. Og menn munu skilja að ég er Jehóva.“
17 Orð Jehóva kom aftur til mín: 18 „Mannssonur, þú skalt borða brauð þitt skjálfandi og drekka vatn þitt kvíðinn og órólegur.+ 19 Segðu við íbúa landsins: ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva um íbúa Jerúsalem í Ísraelslandi: „Þeir munu borða brauð sitt með angist og drekka vatn sitt skelfingu lostnir því að land þeirra verður að algerri auðn+ vegna ofbeldisverkanna sem allir íbúar þess hafa framið.+ 20 Byggðar borgir verða lagðar í rúst og landið leggst í eyði.+ Þið munuð komast að raun um að ég er Jehóva.“‘“+
21 Orð Jehóva kom aftur til mín: 22 „Mannssonur, hvaða málsháttur er þetta sem þið hafið í Ísrael: ‚Tíminn líður og enginn spádómur rætist‘?*+ 23 Þess vegna skaltu segja við þá: ‚Alvaldur Drottinn Jehóva segir: „Þessi málsháttur skal heyra sögunni til og menn hætta að nota hann í Ísrael.“‘ Segðu þeim: ‚Tíminn er nálægur+ og allir spádómar* munu rætast.‘ 24 Héðan í frá verða hvorki til falskar sýnir né tælandi* spákukl í Ísrael.+ 25 ‚„Ég, Jehóva, mun tala. Allt sem ég segi gerist án frekari tafar.+ Þú uppreisnargjarna ætt, á þínum dögum+ mun ég tala og hrinda því í framkvæmd,“ segir alvaldur Drottinn Jehóva.‘“
26 Orð Jehóva kom aftur til mín: 27 „Mannssonur, heyrðu hvað Ísraelsmenn segja: ‚Sýnin sem hann sér rætist ekki fyrr en eftir langan tíma og hann spáir fyrir um fjarlæga framtíð.‘+ 28 Segðu því við þá: ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: „‚Ekkert sem ég boða dregst á langinn, allt sem ég segi kemur fram,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“‘“