Fimmta Mósebók
16 Mundu eftir abíbmánuði* og haltu Jehóva Guði þínum páska+ því að það var nótt eina í abíbmánuði sem Jehóva Guð þinn leiddi þig út úr Egyptalandi.+ 2 Þú skalt færa Jehóva Guði þínum páskafórnina+ af sauðfé, geitum og nautgripum+ á staðnum þar sem Jehóva velur að láta nafn sitt búa.+ 3 Þú mátt ekki borða neitt með henni sem er sýrt.+ Í sjö daga áttu að borða ósýrt brauð, neyðarbrauð, vegna þess að þú yfirgafst Egyptaland í flýti.+ Gerðu þetta alla ævi til að minnast dagsins sem þú yfirgafst Egyptaland.+ 4 Ekkert súrdeig má fyrirfinnast neins staðar í landi þínu í sjö daga+ og ekkert af kjötinu sem þú fórnar að kvöldi fyrsta dagsins má vera eftir til morguns.+ 5 Þú mátt ekki færa páskafórnina í hvaða borg sem er af þeim sem Jehóva Guð þinn gefur þér. 6 Gerðu það á staðnum sem Jehóva Guð þinn velur að láta nafn sitt búa. Færðu páskafórnina að kvöldi um leið og sólin sest,+ daginn sem þú yfirgafst Egyptaland. 7 Þú skalt elda hana og borða+ á staðnum sem Jehóva Guð þinn velur+ og morguninn eftir máttu snúa aftur til tjalda þinna. 8 Í sex daga áttu að borða ósýrt brauð og sjöunda daginn er haldin hátíðarsamkoma, Jehóva Guði þínum til heiðurs. Þá máttu ekkert vinna.+
9 Teldu sjö vikur frá þeim tíma þegar þú byrjaðir að slá kornið með sigðinni.+ 10 Síðan skaltu halda Jehóva Guði þínum viknahátíðina+ og færa sjálfviljafórn í samræmi við þá blessun sem Jehóva Guð þinn veitir þér.+ 11 Þú skalt gleðjast frammi fyrir Jehóva Guði þínum, þú, sonur þinn og dóttir, þræll þinn og ambátt, Levítinn sem býr í borg þinni,* útlendingurinn, föðurlausa barnið* og ekkjan sem búa á meðal ykkar. Gleðjist á staðnum þar sem Jehóva Guð þinn velur að láta nafn sitt búa.+ 12 Mundu að þú varst þræll í Egyptalandi+ og haltu þessi ákvæði og fylgdu þeim.
13 Haltu laufskálahátíðina+ í sjö daga þegar þú hefur hirt uppskeruna af þreskivelli þínum og úr olíu- og vínpressu þinni. 14 Gleðjist á hátíðinni,+ þú, sonur þinn og dóttir, þræll þinn og ambátt, Levítinn, útlendingurinn, föðurlausa barnið og ekkjan sem búa í borgum ykkar. 15 Haltu Jehóva Guði þínum hátíð í sjö daga+ á staðnum sem Jehóva velur því að Jehóva Guð þinn mun blessa alla uppskeru þína og allt sem þú gerir+ og þú fyllist gleði.+
16 Þrisvar á ári eiga allir karlmenn að koma fram fyrir Jehóva Guð þinn á staðnum sem hann velur: á hátíð ósýrðu brauðanna,+ viknahátíðinni+ og laufskálahátíðinni.+ Enginn þeirra má koma tómhentur fram fyrir Jehóva. 17 Hver og einn á að koma með gjöf í samræmi við þá blessun sem Jehóva Guð þinn hefur veitt honum.+
18 Skipaðu dómara+ og embættismenn fyrir hverja ættkvísl í öllum borgunum* sem Jehóva Guð þinn gefur þér. Þeir eiga að dæma fólkið með réttlæti. 19 Þú mátt ekki fella óréttláta dóma,+ vera hlutdrægur+ eða þiggja mútur því að mútur blinda augu viturra manna+ og koma réttlátum manni til að breyta ákvörðun sinni. 20 Hafðu réttlætið eitt að markmiði+ svo að þú megir lifa og taka til eignar landið sem Jehóva Guð þinn gefur þér.
21 Þú mátt ekki gróðursetja neins konar tré sem helgistólpa*+ nálægt altarinu sem þú reisir handa Jehóva Guði þínum.
22 Þú mátt ekki heldur reisa þér helgisúlu+ því að slíkt hatar Jehóva Guð þinn.