Fyrra bréfið til Korintumanna
8 Þá vil ég minnast á mat sem fórnað hefur verið skurðgoðum.+ Við vitum að öll höfum við þekkingu.+ Þekking blæs menn upp en kærleikur byggir upp.+ 2 Ef einhver heldur sig vita eitthvað þekkir hann það ekki eins vel og hann ætti að gera. 3 En ef einhver elskar Guð þekkir Guð hann.
4 Varðandi það að borða mat sem fórnað hefur verið skurðgoðum vitum við að skurðgoð er alls ekki neitt+ og að aðeins er til einn Guð.+ 5 Þó að til séu svonefndir guðir, hvort heldur á himni eða jörð+ – reyndar eru til margir „guðir“ og margir „drottnar“ – 6 þá höfum við aðeins einn Guð,+ föðurinn.+ Frá honum er allt komið og við erum til fyrir hann.+ Og aðeins einn er Drottinn, Jesús Kristur. Með hans hjálp varð allt til+ og vegna hans erum við til.
7 En ekki hafa allir þessa þekkingu.+ Sumir sem áður tilbáðu skurðgoð borða matinn eins og hann sé skurðgoðafórn+ og viðkvæm samviska þeirra angrar þá.+ 8 En matur færir okkur ekki nær Guði.+ Við erum ekki verr sett þótt við sleppum því að borða né betur sett þótt við borðum.+ 9 En gætið þess að valfrelsi ykkar verði ekki hinum óstyrku til hrösunar á einhvern hátt.+ 10 Ef einhver óstyrkur sæi þig sem hefur þekkingu borða í skurðgoðamusteri, gæti þá ekki samviska hans leyft honum að fara að borða mat sem hefur verið fórnað skurðgoðum? 11 Hinn óstyrki, bróðir þinn sem Kristur dó fyrir, glatast þá vegna þekkingar þinnar.+ 12 Þegar þið syndgið þannig gegn trúsystkinum ykkar og særið viðkvæma samvisku þeirra+ syndgið þið gegn Kristi. 13 Ef matur verður trúsystkini mínu að falli ætla ég því aldrei framar að borða kjöt svo að ég verði ekki nokkru þeirra að falli.+