Jónas
2 Jónas bað nú til Jehóva Guðs síns úr kviði fisksins+ 2 og sagði:
„Í örvæntingu minni kallaði ég til Jehóva og hann svaraði mér.+
Úr djúpi* grafarinnar* hrópaði ég á hjálp.+
Þú heyrðir rödd mína.
3 Þegar þú varpaðir mér í djúpið, í hjarta hafsins,
þá umluktu straumarnir mig.+
Allar öldur þínar og holskeflur gengu yfir mig.+
4 Ég hugsaði: ‚Ég er rekinn burt úr augsýn þinni!
Fæ ég nokkurn tíma framar að sjá heilagt musteri þitt?‘
6 Ég sökk niður að rótum fjallanna.
Slagbrandar jarðar skullu aftur að baki mér um eilífð.
En þú færðir mig lifandi upp úr gröfinni, Jehóva Guð minn.+
7 Það var til þín, Jehóva, sem ég hugsaði þegar líf mitt var að fjara út.+
Þá náði bæn mín til þín, í heilagt musteri þitt.+
8 Þeir sem dýrka einskis nýt skurðgoð yfirgefa hann sem sýnir þeim tryggan kærleika.*
9 En ég færi þér fórn og tjái þakklæti mitt.
Ég held það sem ég hef heitið.+
Björgunin kemur frá Jehóva.“+
10 Jehóva skipaði nú fiskinum að spúa Jónasi upp á þurrt land.