Jesaja
Ar+ í Móab var lögð í rúst á einni nóttu,
hún er nú þögnuð.
Kír+ í Móab var lögð í rúst á einni nóttu,
hún er nú þögnuð.
Móab kveinar yfir Nebó+ og Medeba.+
Hver maður er krúnurakaður,+ hvert skegg skorið af.+
3 Á götunum klæðast menn hærusekk.
Á húsþökum og á torgum kveina þeir allir,
þeir fara þaðan grátandi.+
Þess vegna æpa vopnaðir menn Móabs.
Fólk skelfur af ótta.
5 Hjarta mitt kveinar yfir Móab.
Fólk er flúið þaðan allt til Sóar+ og Eglat Selisíu.+
Grátandi ganga menn upp Lúkítbrekku,
kveina yfir hörmungunum á leiðinni til Hórónaím.+
6 Nimrímvötn hafa þornað upp.
Grængresið er visnað,
grasið horfið og ekkert grænt er eftir.
7 Þess vegna bera þeir burt það sem eftir er af birgðum þeirra og auðæfum,
þeir fara þvert yfir aspardalinn.
8 Ópin bergmála um allt Móabsland.+
Kveinið berst til Eglaím,
kveinið berst til Beer Elím.
9 Dímonvötn eru full af blóði
en ég legg enn meira á Dímon:
Ljón bíður þeirra sem flýja frá Móab
og þeirra sem eftir eru í landinu.+