Sálmur
Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Maskíl* eftir Davíð.
2 Veittu mér athygli og svaraðu mér.+
Ég finn enga ró fyrir áhyggjum+
og veit ekki mitt rjúkandi ráð
3 vegna hótana óvinarins
og kúgunar illvirkjans.
Þeir steypa yfir mig ógæfu
og hata mig heiftarlega.+
5 Hræðsla og skelfing grípur mig,
ég nötra allur og skelf.
6 Ég segi hvað eftir annað: „Bara að ég hefði vængi eins og dúfa.
Þá myndi ég fljúga burt og finna öruggan stað.
8 Ég myndi flýta mér í skjól,
burt frá veðurofsanum, burt frá storminum.“
10 Dag og nótt ganga þær um á múrum hennar,
illska og ógæfa ríkja þar inni fyrir.+
11 Hörmungar eru alls staðar í borginni,
kúgun og svik hverfa aldrei frá torgum hennar.+
12 Það er ekki óvinur sem hæðir mig+
því að það gæti ég þolað.
Það er ekki fjandmaður sem hefur risið gegn mér,
ef svo væri gæti ég falið mig fyrir honum.
14 Vinátta okkar var yndisleg,
við gengum ásamt mannfjöldanum í hús Guðs.
15 Glötun komi yfir óvini mína+
og þeir fari lifandi niður í gröfina*
því að illska býr hjá þeim og í þeim.
16 En ég ætla að hrópa til Guðs
og Jehóva bjargar mér.+
Þeir vilja ekki breytast,
þeir sem óttast ekki Guð.+
21 Orð hans eru sleipari en smjör+
en hjarta hans hneigist til stríðs.
Orð hans eru mýkri en olía
en eru þó sem brugðin sverð.+
Hann leyfir aldrei að hinn réttláti hrasi.*+
23 En Guð, þú steypir þeim niður í djúp grafarinnar.+
Þessir blóðseku og svikulu menn munu deyja áður en ævidagar þeirra eru hálfnaðir.+
En ég treysti þér.